Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 57

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 57
j verkefni samtaka rannsóknarbókasafna (Research Libraries Group)15 þekkjast hins vegar ekki hér á landi. I viðkomandi löndum hafa grunnrannsóknir og þróunarverkefni þessara starfshópa, sem í eru sérfræðingar lista- og minjasafna, list- bókasafna og myndheimildasafna, verið stefnumótandi og | fordæmi fyrir samstarf í listupplýsingatækni. Slík samvinna er eina raunhæfa leiðin til árangurs, þannig að sátt ríki um aðferðir að bættu aðgengi og stjórn listupplýsinga. Slíkt samstarf er reyndar þegar hafið í listbókasöfnunum, að frumkvæði þjóðbókasafnsins. Tvö aðildarsafna Gegnis, bókasöfn Myndlista- og handíðaskóla Islands og Þjóðminja- | safns íslands, leggja sitt af mörkum til að stýra orðaforða á sviði myndlista og skyldra greina inn í gagnasafnið. Bæði söfnin setja inn efnisorð á íslensku sem byggjast á viður- kenndum stöðlum, en eru mislangt á veg komin, háð for- gangsröðun verkefna, starfsliði og fjárveitingum til safn- anna. Hér á eftir verður nánar gerð grein fyrir stöðu verkefnisins í bóka- safni Myndlista- og handíðaskóla íslands. Kerfisbundin efnisorðaskrá á íslenslcu yfir myndlist og skyldar greinar Um nokkurra ára skeið hafa list- og listfræðimenntaðir bókasafnsfræðingar við bóka- og myndasafn Myndlista- og handíðaskóla íslands unnið að gerð slíkrar skráar, í þeim tilgangi að auð- velda notendum aðgengi að safninu með notkun viðurkenndra efnisorða á íslensku um myndlist og skyldar greinar. Safnið er stærsta sérsafn á Islandi á þessu sviði og er eins og áður hefur komið fram eitt aðildarsafna Gegnis. Vinnan er gerð í samræmi við efnisorðaskrár á öðrum fræðasviðum sem unnið er að á vegum Landsbókasafns íslands og er miðað við að allar j efnisorðaskrárnar geti myndað eina heild jafnframt því að vera sjálfstæðar skrár á sínu sviði, líkt og sú sem unnið er að í MHÍ. Efnisorðagerðin styðst við rithjarl bókasafnsins, en samhliða hefur ritakostur þess verið skráður inn í Gegni og efnisgreindur. Á komandi misserum mun efnisorðagerðin jafnframt styðjast við myndgögn safnsins, einkum skyggnur sem snerta íslenska sjónlistasögu. Við gerð efnisorðaskrárinnar var í fyrsta lagi tekið mið af reglum alþjóðlegs staðals ISO 2788/1986, sem gefinn var út árið 1991 á íslensku sem ÍST 90 — Heimildaskrdning — leið- beiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskrda d einu tungumdli. Auk þess er tekið mið af sambærilegum erlendum | efnisorðaskrám. I fyrsta lagi ber að nefna prentaða útgáfu af j BHA (Bibliography of the History of Art) Subject Headings, sem | er stafrófsröðuð skrá sem byggist á sambærilegum erlendum stöðlum um valorð (e. preferred term) og vikorð (e. non-pre- ferred term) og byggist á rithjarli alþjóðlega gagnasafnsins BHA (listasaga/listfræði). í öðru lagi er stuðst við Art and Architecture Thesaurus í því formi sem er aðgengilegt á Inter- netinu, og er þar einkum tekið mið af leiðbeiningum AAT um gerð efnisorða á öðrum tungumálum en ensku, Guidelines for forming language equivalents: a model based on Art atid Architecture Thesaurus,16 Önnur rit sem munu gagnast við skrána eru Guide to indexing and cataloging with the Art & Architecture Thesaurus (1994) og Aitchison, Bawden, Gilchrist, Thesaurus construction and use: a practical manual (3. útg. 1997). Bókasafn Myndlista- og handíðaskóla Islands er sérfræði- safn á sviði myndlista, nytjalista og hönnunar og notendur þess, sem eru fyrst og fremst nemendur og kennarar (sér- | fræðingar) við æðstu listmenntastofnun landsins, þurfa því sértæka efnislyklun á íyrrgreindum sviðum. Við greiningu á efni heimilda í rithjarli bókasafnsins er stuðst við ÍST ISO 5963:1994 Heim- ildaskrdning — aðferðir við athugun heim- ilda, greiningu d efni þeirra og val efnis- orða. Bókasafnið hefur markað þá stefnu að lykla heimildir nákvæmlega, með tilliti til titils, útdráttar, efnisyfirlits, formála, kaflaskiptinga og lokaorða og að hafa í huga sérgreinda lyklun sem telst hæfa notendahópnum. Fjöldi heita og efnisvísa ræðst eingöngu af magni upplýsinga í heimildinni sjálfri. Allt frá því safnið hóf þjónustu- starfsemi árið 1974 hefur efnisorðum á íslensku á fræðasviðum listasögu, mál- aralistar, grafíklistar, höggmyndalistar, textílhönnunar, leirlistar og grafískrar hönnunar verið safnað skipulega í samráði við sérfræðinga stofnunarinnar. | í fyrstu var þeim safnað á spjaldskrár- j kort, en nú eru notuð til þess sérstök eyðublöð sem liður í undirbúningi fyrir að skrá þau í tölvutækt form í sérstakt kerfi til kerfisbundinnar efnisorðagerðar (thesaurus). Eyðu- blöðin taka að einhverju leyti mið af eyðublöðum sem AAT notar við tillögugerð að efnisorðum (Candidate Term Form). Gert er ráð fyrir valorði (N), umfangslýsingu (UL), vikorði /samheiti/mismunandi rithætti (NF), víðara heiti (VH), þrengra heiti (ÞH) og skyldu heiti (SH). AAT leggur auk þess áherslu á heimildatilvísun eða röksemdafærslur (Sup- porting documentation) með valorðum, sem í MHÍ er hins vegar eingöngu gert til að sannprófa vafaatriði eða ef sérstök umræða hefur skapast um tiltekið valorð. Við efnisorðasöfnunina er stuðst við margvíslegar heimild- | ir á íslensku, bæði prentaðar17 og óprentaðar18 auk munn- legra heimilda frá sérfræðingum, jafnt innan stofnunarinnar sem utan. Tekið er mið af því að heiti og hugtök í myndlist eru sífelldum breytingum háð. Þau orð/heiti á íslensku sem talin eru viðurkennd/staðfest af sérfræðingum eru síðan not- A. Krútsjonykh: Tígulgosinn, 1915-1916. Bókasafnið 23. Arg. 1999 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.