Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 67

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 67
' r r Oskar Arni Oskarsson Á tröppum bókasafnsins Það skrjáfar í þurru laufi á gangstéttunum í gamla bænum. Á tröppum bókasafnsins sitja tveir snoðklipptir strákar og fletta teiknimyndabók. Seint á fjórða áratugnum var skáldið Örn Arnarson ráðinn bókavörður við þetta safn en varð fljótlega að láta af störfum sökum heilsubrests. Um þær mundir bjó hann í litlu súðarherbergi á Hótel Hafnarfirði og átti orðið erfitt með að ganga upp hótelstigann úr matsalnum, ferða- langurinn sem áður hafði gengið um þvert og endilangt ísland. Hann dó á miðju sumri 1942, undir koddanum hans lá splunkunýtt kvæði, Þá var ég ungur, sem presturinn flutti við útför hans í stað líkræðu. Og nú er illgresið í hrauninu farið að sölna og ekkert fær lengur haldið í þessar síðustu menjar sumarsins. Dagbókarbrot Sólheimasafn, 4-4■ 1994 Farið að dimma í lofti þegar ég kom að upplýstu safninu hjá tólfhæða blokkunum á holtinu. Inn í þetta litla bókasafn hafði ég ekki komið fyrr. Dvaldi þar dágóða stund og rakst fyrir tilviljun á forvitnilega bók, Hugleiðingar um iðjuleysi eftir japanska fornspekinginn Kenko. Bókina fékk ég lánaða að bragði og hvarf með hana út í myrkrið þegar safninu var lokað klukkan níu. Krítarteikningar á gangstéttinni og dansandi stjörnur milli háhýsanna. Alltaf rekur eitthvað á fjörur iðjuleysingjans. (Vegurinn til Hólmavtkur. Bjartur, 1997.) Trérista: Sigur/augur Elíasson. Bókasafnið 23. árg. 1999 65

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.