Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 73

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 73
• taka mið af alþjóðlegum stöðlum og stöðluðum erlendum skráningarsniðum (einkum bandaríska og kanadíska MARC21 sniðinu, með von um að breska sniðið verði í samræmi við það). Stofnun nefndarinnar átti sér töluverðan aðdraganda. Um það bil ári fyrir stofnfundinn hafði verið leitað til fjölmargra hagsmunaaðila varðandi þátttöku í verkefninu. Vegna þess hve seint gekk að fá afgreiðslu Rannsóknaráðs á umsókn um styrk til verkefnisins dróst að koma því af stað. Stofnfundinn sátu fulltrúar frá Ríkisútvarpinu, Landsbókasafni fslands - Háskólabókasafni, Sjómælingum Islands, Þjóðskjalasafni ís- lands, Þjóðminjasafni íslands, Skjalasafni Landsbankans, Náttúrufræðistofnun íslands, Landmælingum fslands og Fagráði í upplýsingatækni en það heyrir undir Staðlaráð ís- lands. Á stofnfundinum var Stefanía Júlíusdóttir einróma kjörin formaður nefndarinnar. I framhaldi af því útnefndi stjórn FUT hana formann. Tækninefnd FUT um samræmda skráningu heimilda starfar í fimm vinnuhópum: vinnuhóp um skráningu prent- aðra heimilda, vinnuhóp um skráningu mynd- og hljóðrita, kvikmynda, handrita, skjala, tölvugagna og þjóðhátta, vinnuhóp um skráningu muna og minja, vinnuhóp um skráningu myndverka og vinnuhóp um skráningu tölvu- gagna. Ritstjórn skipa: Stefanía Júlíusdóttir, Hildur G. Ey- þórsdóttir og Sigbergur Friðriksson. Áður en starfið hófst ákvað formaður að sami einstaklingur yrði ritari allra hópanna til þess að tryggja samræmi og samfellu í starfi hópanna. Ritari allra hópanna er Hildur G. Eyþórsdóttir. Sigbergur Friðriksson hefur unnið drög að staðlinum um samræmda skráningu heimilda í samræmi við fundargerðir vinnuhópa, alþjóðlega staðla og staðalígildi sem mið er tekið af. Það eru ISBD staðlarnir, Ensk-amerísku skráningarregi- urnar, ISO 2709, marksnið og lýsigagnasnið. Staða staðlastarfsins Drög að hlutum staðals fyrir svið hvers vinnuhóps hafa verið gerð í samræmi við niðurstöður þeirra og viðmiðunarrit. Rit- stjórn hefur farið yfir drögin og þau hafa verið send út til nefndarmanna til umsagnar. Þær umsagnir sem borist hafa bera það með sér að aðilar eru nokkurn veginn sammála um það sem kalla má almenn efnisatriði staðalsins. Næsta skref er að vinna að aðlögun almennra atriða að sérþörfum hvers hóps og að semja orðaskýringar. Það er forsenda þess að það starf sem unnið hefur verið komi að gagni. Þegar því lýkur er mikil vinna eftir við að koma drögunum í endanlegt form forstaðals. Forstaðallinn verður sendur mun fleiri aðilum til umsagnar áður en til útgáfu hans kemur. Þörf er á því að gera staðal fyrir fleiri gerðir heimilda, svo sem raunsýni en það eru raunveruleg sýnishorn úr náttúr- unni, til dæmis þurrkaðar jurtir, bergtegundir, ieiðangurs- gögn, fleiri tegundir korta og margvíslegar aðrar heimildir. Það er skemmtilegt að geta sagt frá því að þeir sem af staðla- starfi þessu hafa frétt eftir að það fór af stað og taka ekki þátt í því hafa sýnt því töluverðan áhuga. Því má ætla að staðall- inn verði mikið notaður við hvers konar skráningu heimilda. Það mun létta störf í litlum söfnum þar sem eru margir miðlar, það mun einnig auðvelda fólki að skipta um starf og notendum að ieita. N eðanmáls greinar 1 Krechmer, Ken. (1996), bls. 106. 2 Ibid. bls. 104. 3 Höfundalög, nr. 73/1972. Sérpr. nr. 112. 4 Hanson, Eugene R. og Daily, Jay E. 1970, bls. 280. 5 Anderson, Dorothy. 1974, bls. 16-17. 6 Sarasan, Lenore. 1981, bls. 49. 7 Ibid. bls. 40. 8 Norris, Dorothy May. 1939, bls. 195-196. 9 Thompson, James. 1977, bls. 20-21. 10 íslenska alfræðiorðabókin, 3.b. 1992, bls. 189 11 Gates, Jean Key. 1968, bls. 15. 12 Thompson, James. 1977, bls. 18. 13 Mehling, Marianne (ed.). 1989, bls. 447. 14 Gates, Jean Key. 1968, bls. 15-16. 15 Johnson, Elmer D. 1970, bls. 7. 16 Gates, Jean Key. 1968, bls. 24. 17 Johnson, Elmer D. 1970, bls. 7. 18 Thompson, James. 1977, bls. 22. 19 Ibid, bls. 66-67. 20 Hanson, Eugene R. og Daily, Jay E. 1970, bls. 249. 21 Johnson, Elmer D. 1970, bls. 135. 22 Thompson, James. 1977, bls. 23-24. 23 Johnson, Elmer D. 1970, bls. 163. 24 Norris, Dorothy May. 1939, bls. 136-138. 25 Hanson, Eugene R. og Daily, Jay E. 1970, bls. 255. 26 Norris, Dorothy May. 1939, bls. 142-152. 27 Ibid, bls. 136-138. 28 Lubetzky, Seymour. 1953, bls. 249-267. 29 Skráningarreglur bókasafna. 1970, bls. 3. 30 Hanson, Eugene R. og Daily, Jay E. 1970, bls. 245. 31 Ibid, bls. 249 32 Ibid, bls. 294. 33 Quigg, Patrick. 1971, bls. 16. 34 Stefanía Júlíusdóttir. 1986, bls. 12-18. Heimildir Anderson, Dorothy. Universal bibliographic control: a long term policy, a plan for action. Munchen: Verlag Dokumentation, 1974. Anglo-Atnerican cataloguing rules. Prepared under the direction of the Joint Steering Comittee for Revision of AACR, a committee of the American Library Association, the Australian Committee on Cataloguing, the British Library, the Canadian Committee on Cataloguing, the Library Association, the Library of Congress. Edited by Michael Gorman and Paul W. Winkler. 2nd ed., 1988 revision. Ottawa: Canadian Library Association, American Library Association, 1988. Creating a user-friendly information society. 1997. Handrit samið á vegum European Commission. Fjallar um Fimmtu rammaáætlunina. The Dublin Core. A simple content description model for electronic resources. (http://purl.org/dc) Fundargerðir af fundum Tækninefndar FUT um samræmda skráningu heimilda og fundum vinnuhópa nefndarinnar. Gates, Jean Key. Introduction to librarianship. New York: McGraw-Hill, c 1968. Hanson, Eugene R. og Daily, Jay E. „Catalogs and cataloging." í: Encyclo- pedia of library and information science. Vol. 4. New York: Marcel Dekker, 1970, bls. 242-305. Höfundalög, nr. 73/1972. Sérpr. nr. 112. IFLA (Alþjóðasamband bókasafna). ISBD(M). Alþjóðlegur staðall um bókfrœði- lega lýsingu prentaðra bóka. IFLA, Alþjóðasamband bókasafna. Skráning- Bókasafnið 23. árg. 1999 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.