Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 78

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 78
kyns né kvenkyns og um leið er því hafnað að hægt sé að skilgreina sig út frá einhverjum efnislegum heimi. Allt er ó- formað og því erfitt að túlka umheiminn eða breyta honum. Persónusköpun Djunu er þannig að mörkin milli karllegs og kvenlegs hverfa á sama hátt og mörkin milli sjálfsins sem veru og sjálfsins sem hlutveru. Samskipti kynjanna riðlast með írónískri persónusköpun og um leið er sjálfið dregið fram og þess krafist að það finni sannleikann í sjálfu sér. Uppbygging Nightwood virðist við fyrstu sýn einföld en innan hverrar einingar liggja margslungnir þræðir sem teygja sig í allar áttir; fortíð - nútíð — framtíð. Blekkinga- leikur sem lesandinn er plataður inn í, heimur sem í fyrstu virðist einfaldur. Lesandinn heldur að hann sé þátttakandi í sögu sem fær hann til að gleyma sér um stund. Nightwood er ekki aðeins skáldsaga heldur hljómandi sjónarspil. Sagan hefur sterkan dramatískan undirtón, er sviðsetning og þegar tjaldið er dregið frá í fyrsta þætti er tilfinningin sú að við horfum á íburðarmikla senu. Lesandinn er gerður að áhorf- anda. Árið er 1880 og á að marka sögunni upphaf í Evrópu á síð- ustu árum Austurríska keisaradæmisins sem einkenndist af glæsileik aðalsins. Einnig er verið að vísa í hefð, arfleifð, stöðugleika og íhaldssemi áður en sögusviðið breytist og fjölþjóðleg hugmyndafræði fer að streyma inn. Umhverfið breytist f alþjóðlegan sirkus og sögusviðið er Evrópa í upp- hafi 20. aldar. Fyrsti kafli er forleikur. Þar birtast þræðir sem magnast og vefjast síðar í verkinu og enda að lokum í sannleika og lausn-. Eftir að því er virðist hefðbundinn inngang í sögu um ást og örlög hefst sjónarspilið fyrir alvöru. Djuna er að skrifa sig frá mikilli ástarsorg til þess að skilja sjálf þjáningu, sorg, hatur og reiði. Eigið uppgjör og sálarkreppa verður snjöll samfélagsádeila. I samfélagsmyndinni sem birtist í Nightwood eða Nátt- skóginum er Djuna að afhjúpa blekkingu og forræðishyggju samfélagsins með því að færa lífið yfir í nóttina. I skjóli myrkurs er hægt að hegða sér á annan hátt og í myrkrinu er manneskjan nær náttúrulegu eðli sínu. Náttskógurinn er skemmtilegt stílbragð af hendi höfundar, því í myrkrinu verða til skuggar sem ýmist hylma yfir, gefa í skyn eða af- hjúpa. Nightwood er textakonfekt sem hægt er að grípa niður í hvar sem er og finna ný ljóð og tákn. Sigrún Jóna Marelsdóttir Bækurnar um Höllu og Heiðar- býlið eru eftir Guðmund Magn- ússon, en hann tók sér höfundar- nafnið Jón Trausti. Guðmundur fæddist að Rifi á Melrakkasléttu, Norður-Þingeyjarsýslu, árið 1873. Hann lagði stund á prent- nám á Seyðisfirði, en fluttist til Reykjavíkur 1898. Þar starfaði hann við iðn sína en var jafnframt afkastamikill rithöfundur. Meðal þekktustu bóka hans eru Heiðarbýlið og Anna frá Stóruborg. Jón Trausti lést úr spönsku veikinni árið 1918. Heiðarbýlissögurnar hafa verið meðal minna uppáhaldsbóka frá því ég las þær fýrst fyrir rúmum tuttugu árum; reyndar hafði ég kynnst þeim áður í leikrits- formi, því ég hlustaði sem barn á spennandi framhaldsleikrit í útvarpinu sem gert var eftir þeim. Sagan Heiðarbýlið eftir Jón Trausta kom fyrst út á árunum 1908-1911- Sagan skiptist í fjóra hluta en þeir eru: Barnið (1908), Grenjaskyttan (1909), Fylgsnið (1910) og Þorradœgur (1911). Sögusviðið er norðlensk sveit um miðja 19. öld. Heiðarbýlissögurnar eru framhald af sögunni Halla sem kom út 1906 en hún segir frá Höllu, ungri og fallegri vinnukonu á prestssetri sem verður ástfangin af prestinum á staðnum og ófrísk af hans völdum. Presturinn er kvæntur og til að bjarga honum frá ærumissi giftist hún Ólafi, sauðamanni á prests- setrinu og nefnir hann föður að barni sínu. Leiðir Höllu og prestsins skilja að fullu: „Þau gengu hvort sinn ákveðna veg. Hún til kvenlegrar stórmennsku í þrautum og mannraunum, fátækt og fyrirlitningu, - sem er hlutskipti svo margra al- þýðumanna á íslandi. Hann til kennimannlegrar lítil- mennsku, - til yfirskins og augnaþjónustu, bæði upp á við og niður á við í embættisstarfi sínu - til lífs sem var stöðugt leit eftir nautnum og munaði, til að reyna að fylla upp hið innra tóm, og jafnframt stöðug undanbrögð, stöðugur flótti undan ábyrgð og óþægindum." (Halla, bls. 230). Halla og Ólafur flytjast að Heiðarhvammi, koti fjarri mannabyggð. Þar byrja erfiðleikarnir. Barn Höllu deyr af völdum kulda og vosbúðar, búskapur er erfiður og þau verða fyrir þeirri raun að liggja undir grun um sauðaþjófnað, einhvern versta glæp sem þá var talinn. Persónur í Heiðarbýlissögunum eru fjölmargar og flestar eru þær mjög lifandi og eftirminnilegar. Haft hefur verið fyrir satt að höfundur styðjist við raunverulega atburði og það er vel trúlegt að hann hafi haft raunverulegar fyrirmynd- ir að einhverjum persóna sinna. Persónum er vel lýst, bæði með beinum lýsingum og ekki síður lýsa þær sér sjálfar með orðum sínum og athöfnum. Skal fyrst nefna Höllu og Ólaf. Halla er fríð sýnum eins og áður sagði, lífsglöð og dugleg og Heiðarbýlið 76 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.