Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 79

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 79
í sögubyrjun getur hún valið úr vistum — og biðlum. Ólafur er fátækur og svo óásjálegur og kauðalegur að hann er hafður að athlægi. Hann á sér þó sína drauma: hann hefur lengi ver- ið ástfanginn af Höllu og dreymt um að fá hennar og að verða sjálfs sín húsbóndi. Þessir draumar eiga fyrir sér að rætast en það verður honum til lítillar gæfu. Þá verður að nefna hreppstjórahjónin í Hvammi, Borghildi og Egil. Borg- hildur er full af hroka og ættardrambi. Hún leggst hatram- lega gegn sambandi Þorsteins sonar síns og Jóhönnu, fátækr- ar vinnukonu í Hvammi og rekur Jóhönnu af heimilinu þeg- ar hún kemst að því að hún er barnshafandi. Jóhanna leitar ásjár Höllu í Heiðarhvammi og elur þar barn þeirra Þorsteins og verður Borghildur óbeint völd að því að hún deyr þar af barnsförum. Þessum atburðum er lýst í sögunni Grenjaskytt- an. Egill hreppstjóri er skýrt dregin persóna; maður sem læt- ur skylduna ganga fyrir öllu, bæði í vandasömu og eriisömu starfi sínu og í erfiðri sambúð við Borghildi, konu sína. Ekki má gleyma að minnast á Settu í Bollagörðum, hún er ógleymanleg öllum þeim sem henni kynnast. í sögunni Fylgsnið er því lýst hvernig orðrómur um sauða- þjófnað, sem lengi hefur verið á kreiki, magnast og beinist að heiðarkotunum í sveitinni, Bollagörðum og Heiðar- hvammi, en þó einkum að Heiðarhvammi. Ólafur þykir lítt traustvekjandi maður og þau hjónin bæði grunsamleg vegna þess að þau hafa sneitt hjá samskiptum við sveitunga sína. Borghildur húsfreyja í Hvammi er æf út í Höllu vegna lið- sinnis hennar við Þorstein og Jóhönnu og heimtar að gerð verði þjófaleit í Heiðarhvammi. Þar kemur sögu að Egill hreppstjóri ákveður að framkvæma þjófaleit í Bollagörðum en um svipað leyti gerir Borghildur kona hans þjófaleit upp á sitt eindæmi í Heiðarhvammi (óafvitandi með þjóf fyrir fylgdarmann). I sögunni Þorradægur er haldið áfram að lýsa erfiðu lífi fbúa heiðarbýlisins. Heiðarhvammshjónin hafa eignast tvö börn, son og dóttur. Þau heyja harða baráttu til að framfleyta sér en eiga við ofurefli að etja líkt og Bjartur í Sumarhúsum í sögunni Sjálfstœtt fólk. Bækurnar um Heiðar- býlið eru skrifaðar í raunsæislegum stíl og lýsa harðri lífsbar- áttu og stéttaskiptingu á síðustu öld. Hægt er að mæla með lestri bókanna fyrir þá sem vilja kynnast eftirminnilegu fólki og lesa lifandi þjóðlífslýsingu skrifaða á kjarnmikilli 19. ald- ar íslensku. Gutenberg Eins og staíur á bók V/ Viggó Gíslason Grænn varstu dalur Mér er minnisstætt þegar Óskar Halldórsson las í útvarpi söguna sem ég hef valið, Grxnn varstu dal- ur eftir Richard Llewellyn. Hann gerði menn og atburði ljóslifandi með blæbrigðaríkri rödd sinni. Þegar ég las bókina 1986 varð ég ekki fyrir vonbrigðum; sagan stóð vel fyrir sínu á prenti. Bókin kom út 1939 og varð metsölubók og var gerð eftir henni kvikmynd 1941. Sagan kom út í prýðilegri þýðingu Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar 1949, endurskoðuð útgáfa kom út 1981. Sagan segir frá stórri fjölskyldu kolanámumanna í smábæ í Wales og spannar hún rúmlega tuttugu ár um og eftir upp- haf 20. aldar. Aðalpersónan, Haukur Morgan, segir söguna þegar hann er að yfirgefa æskuheimili sitt rígfullorðinn mað- ur um það bil þrjátíu árum eftir lok atburða sem greint er frá í sögunni. Þannig lítur hann á atburði og upplifun sína í æsku og á fyrstu fullorðinsárum úr mikilli fjarlægð, sem skýrir tregafullan blæ sögunnar; hann segir frá veröld sem var. Æskuheimilið er að því komið að fara undir ruðnings- haug frá kolanámum. Sístækkandi ruðningshaugur og ýmis ummerki um mengun frá námunum ganga eins og rauður þráður í gegnum söguna sem tákn fyrir „syndafall" mannlífs- ins í bænum. Þannig segir á einum stað: Sumir álíta reyndar, að þú sért orðinn Skuggadalur Heljar, en öðru máli gegnir um mig, því að samrunnin hjartslætti mínum er minningin um þig í grænu og brúnu skarti, þegar allt, sem lífsanda dró, undi glatt í skauti þér, þegar þú fylltir vit barna þinna ljúfri angan, gafst þeim gómsætar jurtir í matinn og litfögur blóm til að dást að, þegar fuglarnir voru svo glaðir yfir því að mega búa í fangi þér, að þeir sungu og sungu. Sagan greinir frá síharðnandi átökum milli námuverka- manna og námueigenda. I upphafi sögunnar fá námumenn laun sín greidd í gulli, en lækkun kolaverðs og aðflutningur verkamanna valda því að launin lækka stöðugt. Námuverka- menn stofna verkalýðsfélag, og eru bræður Hauks í fremstu röð í baráttunni. Heimilisfaðirinn er trúrækinn og fastheld- inn á gamlar dyggðir og vill vera húsbóndi á sínu heimili. Að auki er hann verkstjóri við eina námuna, svo að hann er á milli tveggja elda. Ólíkar skoðanir um baráttuaðferðir valda misklíð á heimilinu, svo að árekstrar verða á milli kynslóð- anna. Slök launakjör, erfiðar vinnuaðstæður og tíð slys í námunum valda því að mikil harka færist í verkalýðsbarátt- una. Langt verkfall sýnir námamönnunum hve staða þeirra er veik. Þeir semja um lægri laun eftir að margir bæjarbúar hafa fallið úr hor. Námurnar eru örlagavaldur í lífi fjölskyld- unnar. Elsti bróðirinn ferst við kolagröft og faðirinn ferst við Bókasafnið 23- Arg. 1999 77

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.