Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 80

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 80
eftirlitsstörf, og markar lát hans lok þeirrar atburðarásar sem sagan greinir frá. Þá hafa fjórir bræðranna flúið land vegna takmarkaðra möguleika á vinnu í bænum (meðal annars af- skipta af verkalýðsmálum) og einnig systir (gift fyrrverandi námueiganda). En lífið er ekki bara kol. Ég held að ég hafi ekki lesið sögu þar sem góður matur er vegsamaður eins og hér. Stundum jaðra lýsingar á borðhaldi og matarréttum við trúarlega upp- hafningu: Hvílík unun að horfa á glaðleg andlit hringinn í kringum matborð, sem hlaðið er allskonar ljúfmeti! Ég held að glamur í hnífum og göfflum beri að telja næst góðri söng- rödd, þegar rætt er um fögur hljóð í veröldinni. Þarna er vik- ið að öðrum gildum þætti í lífi fjölskyldunnar sem og ann- arra Walesmanna: söngnum. (Pavarotti mun hafa farið í sína fyrstu utanlandsför á karlakóramót í Wales!) Og meðal heimsins lystisemda eru bækur: Hvílík unun að handleika bækur, góðar bækur, því að þær eru þrungnar fýr- irheitum um skemmtilegar og menntandi stundir, svo að ósjálfrátt fara um mann ljúfir straumar eftirvæntingar og til- hlökkunar, þegar komið er við þær. Kristin trú og tilvitnanir í heilaga ritningu eru heimilis- fólkinu tamar, en þó sérstaklega sögumanni, föður hans og að sjálfsögðu sóknarprestinum séra Gruffyd sem er Hauki læri- meistari um marga hluti. Þá er Ben Johnson, eins og hann birtist í ævisögu Boswell, ekki langt undan þegar seilast skal til hnyttiyrða til að varpa ljósi á menn og atvik. Ensk tunga er lofuð fyrir fegurð sína og auðlegð, þrátt fyrir að welska sé mál hversdagsins og sögumaður hafi uppskorið hýðingu í skólanum fyrir að tala móðurmál sitt: ef menn geta ekki lesið sígilda ensku upphátt með konunglegum framburði, þá fá þeir ekki notið hennar nema til hálfs. I Atlantic Monthly segir að „sagan sé sögð með orðum sem hafi í sér fólginn welskan hljóm“ (a beautiful story told in words which have Welsh music in them - fengið úr umfjöll- un um enska útgáfu bókarinnar á vef amazon.com). Eins og áður segir er þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðssonar prýðileg, hún er á vönduðu „bókmáli". Orðfærið er á stöku stað fram- andi því sem við þekkjum nú á dögum, til dæmis nota kon- ur handstúkur (= handskjól). Þetta er bók sem gefur lesand- anum mikið, hún er efnismikil (útg. 1981 er 483 síður) og texti hennar er margbrotinn, ýmist dramatískur eða ljóð- rænn. Þjóðskialasafn íslands Laugavegi 162 - 105 Reykjavík Lestrarsalurinn er opinn kl. 10 - 17 mánudaga - föstudaga, laugardaga kl. 9-12 (sept. - maí) Látið ekki óbsetanleg menningarverðmseti verða eldinum að bráð BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Laugavegi 59 • 101 Reykjavík • sími 5525350 78 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.