Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 85

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 85
Bókarýni Sjávarnytjar við ísland. ICarl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Olafur Karvel Pálsson. Reykjavík: Mál og menning, 1998. Fyrir síðustu jól kom út hjá Máli og menningu bókin Sjdvarnytjar viS ísland. Þetta er vegleg bók, 282 bls. í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Höfundarnir eru allir starfandi sérfræðingar hjá Hafrannsóknastofnun. Litmyndir afþeim tegundum sem lýst er í bókinni eru málaðar af Jóni Baldri Hlíðberg. Bókin er gefin út í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og ritar Jakob Jakobsson, fyrrum forstjóri stofnunarinnar, formálsorð. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna fjallar hún fyrst og fremst um sjávarfang og þær nytj- ar sem Islendingar hafa af því. Til þess að sá fróðleikur nýtist lesandan- um sem best er í fyrsta hluta bókar- innar gerð grein fyrir almennum undirstöðuatriðum. Þar er fjallað um haffræði og gerð grein fyrir aðstæðum í sjónum umhverfis Island, árstíða- breytingum, hafís, mengun og fleiri þáttum sem hafa áhrif á lífið í sjón- um. Einnig er rætt um svifið sem er undirstaðan í lífkeðjum sjávarins. Síðan koma kaflar um sjávarútveg, rannsóknir og stjórnun veiða og ítar- legur kafli um veiðarfæri. Meginhluti bókarinnar fjallar síðan um nytja- stofna í sjónum umhverfis ísland. Þar er gerð ítarleg grein fyrir þeim teg- undum sem þjóðin nýtir beint, jafnt þörungum sem hryggleysingjum, fiskum og sjávarspendýrum. Aftast í bókinni er síðan heim- ildaskrá og ítarleg nafna- og atriðisorðaskrá. Sjávarnytjar við ísland er ásjáleg bók og gaman að skoða hana. Við lestur vekur það athygli hve vel höfundum tekst að koma frá sér miklum fróðleik í stuttu og lipru máli. Einkum á þetta við um inngangskafla bókarinnar, svo sem haffræði- kaflann og þá ekki síður sjávarútvegskaflann þar sem gerð er í stuttu máli grein fyrir sögu og þróun veiða og útgerðar á- samt helstu fiskverkunaraðferðum sem notaðar hafa verið á landinu gegnum tíðina. Veiðarfærakaflinn fannst mér sér- staklega athyglisverður. í köflunum um nytjastofnana er hverri tegund lýst, gerð grein fyrir lifnaðarháttum hennar og útbreiðslu, fjallað um veiðar og aflamagn og hvernig tegund- in er nýtt. Hverri tegund fylgir, auk fslenskra nafngifta, listi yfir heiti hennar á nokkrum erlendum tungumálum. Það er gaman að sjá þessi heiti, en auk þess getur oft verið þægilegt að geta flett þeim upp á vísum stað án þess að þurfa að leita að þeim eftir krókaleið með því að nota latneska heitið. Myndirnar í bókinni eru mjög fjölbreyttar. Auk hinna á- gætu mynda Jóns Baldurs Hlíðberg, sem áður var getið, er í bókinni fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga. Myndræn framsetning tölfræðilegra upplýsinga er fjölbreytt og glögg, súlurit, línurit og kort sýna meðal annars áætlaða stofnstærð tegunda, fæðu, útbreiðslu, helstu veiðisvæði og aflamagn. Sjávarnytjar við ísiand er falleg bók og virðist ekkert hafa verið til hennar sparað við prentun og vinnslu. í henni eru saman dregnar fjölbreyttar og greinargóðar upplýsingar um undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Textinn er lipur aflestrar og ætti hver sem er að geta nýtt sér bókina til fróðleiks. Eg tel hana geta komið almenningi og skólafólki að miklu gagni og jafn- framt ættu sérfræðingar að geta nýtt sér hana sem uppsláttarrit. í henni eru fjölbreyttar upplýsingar og við gerð hennar virðist, fljótt á litið að minnsta kosti, hvergi hafa verið slakað á fræði- legum kröfum um vinnubrögð. Nokkur smávægileg atriði sem miður fara rakst ég á við lestur bókar- innar. Fáeinar villur hafa sloppið framhjá höfundum og próf- arkalesurum. Einhver ruglingur virðist hafa orðið við upp- setningu mynda miðað við höfundaskrá, og höfunda nokk- urra mynda er ekki getið. Texti bókarinnar er settur í þrjá dálka á hverri síðu. Það lítur vel út og kann að bjóða upp á fjölbreyttari möguleika á uppsetningu mynda en ella væri, en textinn verður sundurslitnari fyrir bragðið og að því leyti erfiðari aflestrar en ella væri. Eg tel fulla ástæðu til þess að hrósa höfundum og öðrum aðstandendum Sjávarnytja við ísland fyrir gott framlag til ís- lenskrar fræðibókaútgáfu og óska þeim til hamingju með bókina. Kristin ASalsteinsdóttir Bókasafnið 23. Arg. 1999 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.