Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 86

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 86
Bókarýni Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Ritstjórar: Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. Ný og endurbætt útgáfa. Reykjavík: Kvennasögusafn íslands, 1998. Arið 1976 gaf Anna Sigurðardóttir út 17 blaðsíðna fjölritað hefti sem bar titilinn Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Þetta rit hefur verið endur- skoðað, kaflar gerðir fyllri og annað fellt niður. Efni frá 1975 var bætt við og jafnframt var seilst lengra aftur til fortíðar. Nýja bókin er 210 bls. og óbundin. Bókin er fal- leg að sjá og á kápu skartar hún mynd eftir Karólínu Lárus- dóttur. Ártöl og áfangar er uppfletti- og heimildarit ætlað fræðimönnum, nemendum og öllum þeim sem áhuga hafa á sögu kvenna. Skýr og góður inngangskafli er að bókinni og þar er svarað flestum spurningum um val efnis og niður- röðun. Innihaldinu er síðan raðað í níu efniskafla auk þess tíunda sem geymir ýmsar skrár. Tímaröð er inn- an þeirra kafla sem við á. Fyrsti kafl- inn, Brautryðjendur, vísar til þeirra tólf kvenna sem ritstjórar telja að marki fyrstu sporin í vakningu kvenna fyrir eigin stöðu og lífi. Allar konur, sem um er getið í bókinni, eru þó brautryðjendur, hver með sínu móti. Kaflinn Skólar og menntun hefst með Húsagatilskipuninni 1746 sem er jafnframt elsti ársetti atburðurinn f bókinni og þróunin er síðan rakin til ársins 1996 en þá hófst kennsla í kvennafræðum við Háskóla íslands. Störfog embœtti byrjar á Þuríði Einars- dóttur (1777-1863) sem þekkt er sem Þuríður formaður. Síð- an koma „brautryðjendurnir" einn af öðrum, hver á sínu sviði. Fjórði kaflinn, Listir og menning, er flokkaður í sjö und- irkafla, myndlist, höggmyndalist, vefjarlist, bókmenntir, tónlist, leiklist og dans. Fimmti kaflinn er íþróttir, sjötti Samtök ogfélög, sjöundi Blöð og tímarit og sá áttundi er Merkir atburðir. Að lokum er tíundi og lokakaflinn, Lög og reglugerðir. Eins og fram kemur í inngangi eru hér taldar þær konur sem fyrstar hafa orðið til að ljúka einhverjum áfanga (prófi) eða hljóta embætti sem áður höfðu verið í höndum karla, einnig atburðir sem marka tímamót í sögu kvenna. Skil- greiningin gerir það að verkum að ýmislegt lendir hér utan- hjá sem ella hefði mátt búast við að ætti heima í þessari bók eins og ritstjórar benda réttilega á. Þeir benda einnig á heim- ildaskort og skort á rannsóknum í kvennasögu, en þess vegna er í ákveðnum tilfellum erfitt að vera algjörlega viss um á- reiðanleika upplýsinganna. Allt þetta gerir að verkum að notandinn á ekki gott með að átta sig á því hvað er tekið með og hvað ekki. Allir eru kaflarnir forvitnilegir, hver með sínu móti. Gam- an er að sjá samantektina um íþróttir og tónlist kvenna í bókinni, þær heimildir hafa ekki verið svona aðgengilegar áður. Lokakaflinn, Lög og reglugerðir, er þó einn notadrýgsti kafli bókar- innar. Slxka samantekt hefur sárlega skort og á hún eflaust eftir að létta mörgum fræðimanninum róðurinn. Mjög ánægjulegt er varðandi allar upplýsingar í bókinni að vísað er til heimilda þó ekki sé alltaf til frum- heimilda. Slíkt er ómetanlegt í öll- um rannsóknum og hvetur til nánari kynningar og upplýsingaöflunar þeirra sem nota bókina. Margt í rit- inu er gott en annað miður. Kaflinn um merka atburði er heldur rýr og ef litið er á kvennaáratuginn kemur í ljós að þar eru aðeins örfáir atburðir skráðir. Strax vekur athygli að í þess- um kafla er engin færsla við 1980 en það ár var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti íslands. í inngangi seg- ir að þar sé að finna atburði sem ekki falla að skilgreiningum annarra kafla. Forsetakjörs Vigdísar er því getið í kaflanum Störf og embxtti en ekki í kaflanum Merkir atburðir. Kaflinn er því afgangs- stærð, en hér hefðu þurft að vera tilvísanir milli kafla eins og reyndar er gert innan kafla. Atriðisorða- og nafnaskráin eru ekki eins og best yrði á kosið. Atriðisorð eru tekin beint úr texta þannig að oft eru orðin torræð eða ekki þau orð sem al- mennt eru notuð um hluti eða hugtök. Dæmi um það fyrra er orðið ílagning sem vísar á bls. 49, þar sem í ljós kemur að átt er við ílagningu í prentsmiðju. Orðið prentstörf\ísar líka á bls. 49, auk þess er þar sjá einnig ílagning. Tilvísunin sjá einnig vísar of oft aðeins í aðra áttina þannig að notandinn getur misst af mikilvægu efni. Þessi skrá hefði getað gefið betra yfirlit um efni bókarinnar með því að raða efni oftar undir sameiginlegt heiti, t.d. iðnaður og raða þar undir bðk- Ártöl og áfángar í sögu íslcnskra kvcnna K v 0 n n a s ö g u s a T n i s I a n d s 84 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.