Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 87

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 87
I bindarar, prentarar, gullsmiSir og svo framvegis. í nafnaskrá eru tekin öll þau mannanöfn sem koma fyrir í texta, þau eru J án fæðingar- og dánarárs og geta því gefið villandi vísbend- ingar. Einar Oddur Kristjánsson á bls. 90 er til dæmis ekki „bjargvætturinn" Einar Oddur. Best hefði farið á því að skrá eingöngu nöfn þeirra kvenna sem unnið hafa til þess að vera teknar upp í þessa bók, sú aðferð hefði gefið betri yfirsýn. Band bókarinnar er miður gott. Ekki þarf að handfjatla hana mikið til þess að hún detti í sundur og er það bagalegt þar sem henni er ætlað að vera uppsláttar- og heimildarit. Þrátt fyrir nokkra ágalla ber að fagna þessari bók og hún á sinn verðuga stað meðal annarra uppsláttar- og heimildarita. Monika Magnúsdóttir Á BÓKASAFNINU Betty Smith: Gróður í gjósti (Bjarkarútgáfan, 1946) Þýð.: GissurÓ. Erlingsson Hvílík dásemd þegar barni verður fyrst ljóst, að það getur lesið prentað mál! Fransí hafði stafað nokkuð lengi, kveðið að og sett saman atkvæðin í orð. En dag nokkurn leit hún í bók og orðið „mús“ fékk þegar þýðingu. Hún leit á orðið og hún sá í huganum gráa mús skjótast framhjá. Hún leitaði aftur og þegar hún sá „hestur“ heyrði hún hann krafsa með hófunum og sá sólina glampa á stroknu baki hans. Orðið „hlaupandi" kom skyndilega fyrir augu hennar og hún másaði eins og hún væri sjálf á hlaupum. Hindruninni milli hljóðsins í hverjum staf og þýðingar orðsins í heild hafði verið rutt úr vegi og hið ritaða orð fékk þýðingu um leið og litið var á það. Hún las nokkrar síður í flýti og það lá nærri, að hún yrði veik af geðshræringu. Hana langaði að hrópa það. Hún kunni að lesa! Hún kunni að lesa! Frá þeim tíma lá heimurinn henni opinn til lesturs. Aldrei mundi hún verða einmana framar og aldrei sakna þess, að hún átti enga nána vini. Bækur urðu vinir hennar, og alltaf var til einhver, sem hæfði skapi hennar. Kvæðabækur voru kyrrlátir vinir. Ævintýri voru gott lestrarefni þegar rósemdin varð þreytandi. Ástarsögur mundu taka við, þegar hún þroskaðist, og þegar hún þráði að finna návist einhvers las hún ævisögur. Daginn, sem hún varð þess fyrst vör, að hún kunni að lesa, hét hún að lesa eina bók á dag meðan hún lifði. (Bls. 155) Bókasafnið 23. Arg. 1999 85

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.