Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 5
SVK
Gleðileg mjátíð
Höf: Brian Pilkington
Jólakötturinn er horfinn og jólasveinarnir fara
því út í hríðarveðrið að leita hans. Það sem þeir
koma með til baka kemur sannarlega á óvart.
Brian Pilkington er sérfræðingur í jólakettinum
og skjólstæðingum hans og dregur hér upp
einstaklega hlýja og skemmtilega fjölskyldumynd
af sinni alkunnu snilli. Einnig fáanleg á ensku.
36 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK
Gott ráð - Engilráð!
Höf: Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Myndh: Sigrún Hanna
Hvað er sterkara en vöðvar og ofurkraftar allra
ofurhetjanna í heiminum samanlagt? Hvernig í
veröldinni er hægt að virkja slíkan kraft? Og geta
venjuleg börn fengið hann? Dag nokkurn fengu
nokkur börn óvenjulegar gjafir í skóinn. Gjafirnar
áttu eftir að breyta lífi þeirra. Hér er á ferðinni
falleg jólasaga um vináttu og kærleika.
52 bls.
Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið
IB
Gurra Grís á ferð og flugi!
Höf: Asley Baker
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Fimm skemmtilegar sögur um Gurru Grís á
ferð og flugi! Æðisleg upplifun með alvöru
stýri og mörgum tökkum og hljóðum!
12 bls.
Unga ástin mín
IB
Gurra komum á koppinn!
Höf: Asley Baker
Gurru langar að hjálpa til því Georg er í klósettþjálfun.
Skemmtileg hljóðbók með hnöppum sem hægt er að
þrýsta á og sturta niður samhliða því að lesa söguna.
10 bls.
Unga ástin mín
IB
Heima - fyrstu orðin mín
Höf: Kathryn Jewitt
Þýð: Andri Karel Ásgeirsson
Allra yngstu börnin munu njóta þess að skoða það
sem heima er en um leið auka samhæfingu handa og
augna, málskilning og uppfylla snertiþörf sína.
14 bls.
Unga ástin mín
IB HLB
Ég vil líka eignast systkin
Höf: Astrid Lindgren
Myndir: Ilon Wikland
Þýð: Ásthildur Egilson
Pétur langar í lítið systkini. Aldrei þessu vant þarf hann
ekki að rella lengi. En þegar Lena litla fæðist er Pétur
ekki alveg viss lengur. Hann hefði kannski frekar átt
að biðja um þríhjól. Yndisleg saga sem hefur skemmt
og yljað stækkandi fjölskyldum í áratugi. Einstakar
myndir Ilon Wikland gæða frásögnina töfrum.
32 bls.
Forlagið - Mál og menning
IB
Froskurinn með stóra munninn
Höf: Francine Vidal
Myndh: Élodie Nouhen
Þýð: Jóhanna Björk Guðjónsdóttir
Fjörug og litrík saga, að hluta til í bundnu máli, um
forvitna froskinn sem spyr hin og þessi dýr í kringum
sig hver sé þeirra uppáhalds fæðutegund. Myndir
og texti kallast skemmtilega á og gamalkunnur
brandari gengur í endurnýjun lífdaga.
32 bls.
Dimma
IB
Leitum og finnum
Frozen
Höf: Walt Disney
Leitaðu og finndu með Ólafi, Önnu og Elsu.
20 bls.
Edda útgáfa
IB
Frozen sögusafn II
Höf: Walt Disney
Í þessu fallega sögusafni er að finna skemmtilegar
og lærdómsríkar sögur af ævintýrum Önnu, Elsu,
Kristjáni, Ólafi og vinum þeirra í Arendell.
160 bls.
Edda útgáfa
IB
Múmínálfarnir
Fyrstu 100 orðin
Flipabók
Höf: Tove Jansson
Þýð: Margrét Gunnarsdóttir
Það er gaman að læra fyrstu 100
orðin með Múmínálfunum í þessari
skemmtilegu og fallegu flipabók.
Ein af hinum sívinsælu Múmínálfabókum sem
byggðar eru á sköpunarverki Tove Jansson.
16 bls.
Ugla
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 5GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Barnabækur MYNDRÍK AR