Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 31

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 31
IB Sumar með Rebekku Höf: Þórarinn Örn Þrándarson Listmálarinn Erik býr í foreldrahúsum undir ströngu eftirliti móður sinnar. Eitt sumar verður Erik yfir sig ástfanginn af Rebekku. Þrátt fyrir vanþóknun móður Eriks á ástarsambandinu upplifir Erik hamingjusömustu daga ævi sinnar. Á mörkum bjartrar framtíðar og nýs lífs á Langafirði er Erik jafnframt á barmi myrkurs sem á eftir að umsnúa lífi hans. 221 bls. Viðja Jewelry KIL HLB Svikabirta Höf: Ingi Markússon Fáeinum árum eftir að himnarnir opnuðust eru grimmileg morð framin á heimskautinu. Sú eina sem getur stöðvað morðingjann er norn sem er fangelsuð í fjarlægu landi. Í Svikabirtu dregur Ingi Markússon lesendur enn lengra inn í hélaðan heiminn sem hann skóp með fyrstu skáldsögu sinni, Skuggabrúnni, sem vakti mikla athygli og einróma lof gagnrýnenda. 312 bls. / klst. Sögur útgáfa IB RAF HLB Sæluríkið Höf: Arnaldur Indriðason Mögnuð og áleitin saga um brostna drauma, kalda grimmd og fólk sem á stórra harma að hefna. Líkfundur við Hafravatn hleypir af stað óvæntri atburðarás og upprifjun gamalla frétta og sakamála verður til þess að heiftúðugt andrúmsloft kaldastríðsáranna leitar á huga Konráðs sem var lengi í lögreglunni. Geysivel fléttuð bók frá meistara glæpasögunnar. 286 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Töfrar duftsins Höf: Sveinn Snorri Sveinsson Fyrir um tíu þúsund árum býr ættbálkur sem kallar sig Nútímafólkið í Vestur-Evrópu. Á meðal þeirra er ungur maður sem heitir Sindros sem kemst í kynni við Baldar töfralækni Bláa fólksins. Hann varðveitir leyndardóm sem reynist örlagavaldur í lífi Sindrosar eftir að hann tekst á hendur hlutverk sem enginn veit hvort hann getur uppfyllt. 220 bls. Deus KIL Umbrot Höf: Sigurjón Bergþór Daðason Pétur lifir kyrrlátu lífi, vinnur við að smíða gervilimi og aðstoðar vin sinn sem hannar íslenskan talgervil. Hann er flæktur í heim eftirlíkinga, en þegar hann neyðist skyndilega til að horfast í augu við fortíð sína sækja að honum erfiðar spurningar sem hann hefur hingað til látið ósvarað. 200 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL RAF HLB Sólskinshestur Höf: Steinunn Sigurðardóttir Áhrifamikil saga um ástlausan uppvöxt í stóru húsi og óhöndlanlega hamingju, um draumóra og kaldan veruleika, æskuást sem týnist og birtist á ný, djúpa sorg – og um dauðann. Þessi einstaka skáldsaga, í senn bráðfyndin og nístandi sár, kom fyrst út 2005 og er ein skærasta perlan í höfundarverki Steinunnar. Guðrún Steinþórsdóttir skrifar eftirmála. Forlagið IB RAF HLB Steinninn Höf: Ragnheiður Gestsdóttir Steinunn Sumarliðadóttir hefur boðið til veislu, enda á hún sjötugsafmæli og því ber að fagna. Á svona tímamótum er til siðs að líta yfir farinn veg en óvænt afmælisgjöf verður til þess að Steinunn kýs að rífa af sér alla fjötra síns fyrra lífs og fljóta á vit hins óvænta. 192 bls. / klst. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan SVK Stjörnufallseyjur Höf: Jakub Stachowiak Myndh: Marta María Jónsdóttir Draumkennd frásögn um söknuð og sorg dregur fram andstæður í hverfulum heimi. Líkamar skjálfa, borgir verða að lófum, hornlausir einhyrningar birtast og gamlar konur baða sig við ljósið í myrkrinu. Og svo eru líka leyndardómsfullar dyr, hvít hús sem fljóta á nætursvörtu vatni og hvíslandi trjágreinar. 71 bls. Dimma KIL Strákar sem meiða Höf: Eva Björg Ægisdóttir Maður finnst myrtur í sumarbústað í Skorradal. Á veggnum fyrir ofan hann hafa verið skilin eftir blóðug skilaboð. Elma, sem aðdáendur Evu Bjargar þekkja úr fyrri bókum hennar, glímir hér við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann – ekki síst eftir að gömul dagbók ungs drengs finnst. 370 bls. Veröld KIL RAF HLB Sumarblóm og heimsins grjót Höf: Sigrún Alba Sigurðardóttir Grípandi örlagasaga um ást og vináttu, flókin fjölskyldubönd og aðferðir fólks til að bjarga sér á fyrri hluta 20. aldar. Þegar Sóley stendur ein uppi með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Áföllin dynja yfir en seiglan fleytir henni langt. Fyrsta skáldsaga höfundar, innblásin af sönnum atburðum. 295 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 31GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Skáldverk ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.