Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 43

Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 43
IB SVK Kvæði & sögur Höf: Edgar Allan Poe Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. 498 bls. Dimma SVK Leiðir hugann seiður Höf: Bragi Björnsson Bragi Björnsson frá Surtsstöðum (1929-2011) var gott og afkastamikið ljóðskáld og í bókinni birtist aðeins hluti af áður óprentuðum kveðskap hans. Yrkisefnin eru fjölbreytt, mannlífið í víðum skilningi og hin lifandi náttúra skipa þar heiðurssæti ásamt ljóðum um sögulegt efni. Áður hafa komið út eftir Braga bækurnar Agnir og Laðar nótt til ljóða. 167 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi SVK Ljóð fyrir klofið hjarta Höf: Helen Cova Myndir: Rubén Chumillas Skáldið fer með þér í innilegt ferðalag um landslag tilfinninga og endurómar hvísl tveggja heima. Þessi ljóð blanda fallega saman Íslandi og Venesúela og skapa einstakan samruna sem fagnar bakgrunni skáldsins á sama tíma og skáldið kannar andstæðurnar milli hennar fyrsta og núverandi heimilis. 56 bls. Karíba útgáfa KIL Myndskreytt ljóðabók Ljósbrot Höf: Lísa María Jónsdóttir Með því að seilast eftir orðum hugans kafar höfundur dýpra í sína innri verund til að þroska sjálfa sig og efla. Fallega myndskreytt ljóðabók sem jafnframt er þriðja bók höfundar. 120 bls. Lísa María Jónsdóttir KIL Hrópað úr tímaþvottavélinni Höf: Guðmundur S. Brynjólfsson „Í dag eru teknar milljónir mynda. Þær eru helst aldrei skoðaðar. Enda ekki teknar til þess. Heldur til að drepa tímann. Festa tímann. Frysta tímann. Ef tíminn er þá til.“ Hvergi fremur en í þessari angursáru bók ljóða og athugasemda gefur að líta skorinorðari greiningu á stöðu nútímamannsins – þess manns sem virðist úreltur fyrir aldur fram. 72 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Hugleiðingar Miðaldra, hvítur, íslenskur, sískynja, gagnkynhneigður karlmaður yrkir um samtímann og farinn veg Höf: Gísli Jökull Gíslason Hér er ort um miðaldra, hvítan, íslenskan, sískynja, gagnkynhneigðan karlmann sem hefur það ansi gott. Það er of lítið ort um slíka menn. Þemu bókarinnar eru samfélagsskoðun, lífsspeki og minnisstæð augnablik. Sum eru gamansöm en önnur eru alvarlegri. Ljóðin tala sínu máli og best skoða og máta sig við þau. Höf. er rannsóknarlögregla og rithöfundur 60 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB RAF Í myrkrinu fór ég til Maríu Höf: Sonja B. Jónsdóttir Árið 1989 varð Sonja fyrir því skelfilega áfalli að missa 19 ára dóttur sína í bílslysi í blóma lífsins. Í þessari ljóðabók fer hún með lesandann í gegnum það sem beið hennar eftir andlát dótturinnar – allt fram á daginn í dag. 80 bls. Veröld KIL Kurteisissonnettan og önnur kvæði Höf: Gunnar J. Straumland Frá unglingsárum hefur Gunnar ort, bæði háttbundin kvæði og frjálsari í formi. Undanfarna áratugi hefur hann einbeitt sér að margbreytileika íslenskra bragarhátta og yrkir undir fjölbreyttum háttum. Hann er virkur í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti. Kurteisissonnettan og önnur kvæði er önnur bók hans. 236 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 43GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Ljóð og leikhandrit

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.