Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 46

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 46
KIL Born to Run – Sjálfsævisaga Höf: Bruce Springsteen Þýð: Magnús Þór Hafsteinsson Í þessari mögnuðu bók segir goðsögnin Bruce Springsteen, The Boss, sögu sína og hljómsveitar sinnar, E Street Band, með sama kraftinum, hispursleysinu, einlægninni og húmornum sem einkennir hans frægustu lög. 663 bls. Ugla KIL Bréf úr sjálfskipaðri útlegð Höf: Gunnlaugur Magnússon Söknuðurinn hættir að vera óbærilegur, útlegðin gerir hann hversdagslegan, að munstri á veggfóðrinu, alltaf til staðar og bara truflandi suma daga. …Bréf úr sjálfskipaðri útlegð er safn esseya og ljóða um reynsluna af því að vera búsettur erlendis, langt fjarri heimahögum. 168 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Dr. Bragi og skólamálin Höf: Bragi Jósepsson Dr. Bragi Jósepsson var skeleggur talsmaður breytinga á íslenska skólakerfinu á síðustu öld. Hér segir hann frá viðskiptum sínum við menntamálaráðuneytið og þeim átökum í skólamálum sem spunnust í kringum hann, glímu sem oft rataði í alla helstu fjölmiðla landsins. 108 bls. Dr. Bragi og skólamálin KIL Eiríkur af Pommern Konungur Íslands og Norðurlanda Höf: Jón Þ. Þór Eiríkur af Pommern var konungur Íslands í 53 ár, frá 1389 - 1442, lengur en nokkur annar að Kristjáni IV einum undanskildum. Hans er þó sjaldan getið rækilega í íslenskum söguritum en í þessari bók er ljósi varpað á sögu hans og forvitnilega þætti í sögu Norðurlanda og Eystrasalts á miðöldum. 104 bls. Urður bókafélag IB RAF Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg Baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur Höf: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Guðrún Jónsdóttir er með mikilvægustu brautryðjendum kvennabaráttunnar á síðustu öld og fram á þessa. Hún var í hópi þeirra kvenna sem brutu glerþak stjórnmálanna með Kvennaframboðinu og síðar átti hún stóran þátt í því að rjúfa þagnarmúrinn kringum kynferðisofbeldi. Þetta er saga um mikla baráttukonu sem aldrei lét beygja sig. 416 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell Ævisögur og endurminningar IB RAF Að deyja frá betri heimi Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis Höf: Pálmi Jónasson Jónas Kristjánsson ákvað að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Faðir hans lést nokkru síðar og fjölskyldan var leyst upp. Jónas barðist til mennta og útskrifaðist sem læknir um aldamótin. Fáir ef nokkrir hafa barist eins ötullega fyrir bættu heilbrigði þjóðarinnar en Jónas. 444 bls. Veröld KIL Að verða að manni Höf: Sigurður Kristinsson Að verða að manni eru bernskuminningar norðan af Ströndum. Söguhetja okkar er þrátt fyrir ungan aldur í baráttu við náttúruöflin, vopnaður að hætti fullorðinna og oft áræðinn um efni fram. 144 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB RAF Afi minn stríðsfanginn Höf: Elín Hirst Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Og þegar vistinni í fangabúðunum lauk tók við annar hryllingur. 200 bls. Veröld IB Björn Pálsson Flugmaður og þjóðsagnapersóna Höf: Jóhannes Tómasson Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður „bjargvættur landsbyggðarinnar“ en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en „lófastærð“. 192 bls. Bókaútgáfan Hólar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa46 Ævisögur og endurminningar Ævi sög ur og end ur minn ing ar

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.