Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 57

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 57
SVK Sjáum samfélagið Fræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu Höf: Viðar Halldórsson Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem kallast samfélag? Í þessari nýstárlegu bók er leitast við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með beitingu félagsfræðilegs innsæis á ljósmyndir úr hversdagslífinu. Bókin hentar öllum sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni, og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess. Háskólaútgáfan KIL Skáldreki Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna Höf: Angela Rawlings, Ewa Marcinek, Francesca Cricelli, Giti Chandra, Helen Cova, Jakub Stachowiak, Joachim B. Schmidt, Margrét Ann Thors, Mazen Maarouf og Natasha S. Innflytjendur á Íslandi hafa auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift. 152 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Skírnir - Tímarit HÍB Vor og haust 2023 Ritstj: Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári og nú fæst Skírnir einnig í rafrænn. Nýir áskrifendur velkomnir: hib@hib.is 490 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi Höf: Þorvaldur Friðriksson Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist bestur. Fjallað er um þær margvíslegu tegundir skrímsla sem lifa á Íslandi og í hafinu utan landsteinanna allt frá hafmönnum og lyngbökum til nykra og sjálfs Lagarfljótsormsins. Byggt er á gögnum úr Íslandssögunni og fjölda viðtala við sjónarvotta. Stútfull bók af myndum og merkilegum frásögnum. 360 bls. Sögur útgáfa IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Skynsemin í sögunni Höf: G.W.F. Hegel G.W.F. Hegel er einn af áhrifamestu heimspekingum allra tíma. Í riti hans Skynsemin í sögunni er dregin upp heildstæð mynd af hugsun hans um samfélag og sögu. Sú hugsun og ritið sjálft hefur haft, og hefur enn, djúp áhrif á samtíma okkar, ekki aðeins á sviði heimspekinnar heldur einnig á hvernig hugsað er og fjallað um stjórnmál. 360 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Saga Hnífsdals Höf: Kristján Pálsson Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Metnaðarfullt fræðiverk og heillandi saga Hnífsdælinga fram á okkar daga – stór saga af litlu þorpi sem markaði spor í sögu þjóðarinnar. „Efnistök eru fjörleg og bókin lipurlega skrifuð og áhugaverð, ekki bara fyrir Hnífsdælinga.“ Sölvi Sveinsson, Morgunblaðinu 506 bls. Sögur útgáfa IB Saga Landsvirkjunar Orka í þágu þjóðar Höf: Sveinn Þórðarson og Helgi Skúli Kjartansson Þessi bók segir hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar auk sögu raforkunnar á Íslandi frá upphafi. Landsvirkjun er eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslands í almannaeigu og hefur gegnt lykilhlutverki við að nýta orkuauðlindir landsins. Í bókinni er brugðið upp svipmyndum úr samtímaheimildum og efnið skýrt með fjölda ljósmynda, korta og skýringamynda. 581 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Sauðfjárbúskapur í Reykjavík Fjáreigendafélag Reykjavíkur Höf: Ólafur Dýrmundsson Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og er með aðild að bæði afrétti og lögskilarétt. Í þessari myndríku bók er fróðlegu yfirliti um þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík síðan um miðja 19. öld fléttað saman við sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur. 304 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Sálmabækur 16. aldar, I og II Umsj: Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Karl Sigurbjörnsson og Kristján Eiríksson Í fyrra bindinu er handbók og sálmakver Marteins biskups Einarssonar 1555 og Sálmabók Gísla biskups Jónssonar 1558. Í öðru bindi er Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1559. Þessir sálmar sem höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu eru nú loks aðgengilegir almenningi. 823 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Siðfræði lífs og dauða 3. útgáfa Höf: Vilhjálmur Árnason Þessi bók kemur nú út í þriðja sinn í endurbættri gerð með hliðsjón af þróun á sviðinu síðustu ár. Í henni fjallar höfundur um siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu, rannsóknum á fólki, heilbrigðisstefnu og lýðheilsu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 57GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.