Bókatíðindi - 01.11.2023, Qupperneq 57

Bókatíðindi - 01.11.2023, Qupperneq 57
SVK Sjáum samfélagið Fræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu Höf: Viðar Halldórsson Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem kallast samfélag? Í þessari nýstárlegu bók er leitast við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með beitingu félagsfræðilegs innsæis á ljósmyndir úr hversdagslífinu. Bókin hentar öllum sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni, og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess. Háskólaútgáfan KIL Skáldreki Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna Höf: Angela Rawlings, Ewa Marcinek, Francesca Cricelli, Giti Chandra, Helen Cova, Jakub Stachowiak, Joachim B. Schmidt, Margrét Ann Thors, Mazen Maarouf og Natasha S. Innflytjendur á Íslandi hafa auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift. 152 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Skírnir - Tímarit HÍB Vor og haust 2023 Ritstj: Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári og nú fæst Skírnir einnig í rafrænn. Nýir áskrifendur velkomnir: hib@hib.is 490 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi Höf: Þorvaldur Friðriksson Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist bestur. Fjallað er um þær margvíslegu tegundir skrímsla sem lifa á Íslandi og í hafinu utan landsteinanna allt frá hafmönnum og lyngbökum til nykra og sjálfs Lagarfljótsormsins. Byggt er á gögnum úr Íslandssögunni og fjölda viðtala við sjónarvotta. Stútfull bók af myndum og merkilegum frásögnum. 360 bls. Sögur útgáfa IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Skynsemin í sögunni Höf: G.W.F. Hegel G.W.F. Hegel er einn af áhrifamestu heimspekingum allra tíma. Í riti hans Skynsemin í sögunni er dregin upp heildstæð mynd af hugsun hans um samfélag og sögu. Sú hugsun og ritið sjálft hefur haft, og hefur enn, djúp áhrif á samtíma okkar, ekki aðeins á sviði heimspekinnar heldur einnig á hvernig hugsað er og fjallað um stjórnmál. 360 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Saga Hnífsdals Höf: Kristján Pálsson Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Metnaðarfullt fræðiverk og heillandi saga Hnífsdælinga fram á okkar daga – stór saga af litlu þorpi sem markaði spor í sögu þjóðarinnar. „Efnistök eru fjörleg og bókin lipurlega skrifuð og áhugaverð, ekki bara fyrir Hnífsdælinga.“ Sölvi Sveinsson, Morgunblaðinu 506 bls. Sögur útgáfa IB Saga Landsvirkjunar Orka í þágu þjóðar Höf: Sveinn Þórðarson og Helgi Skúli Kjartansson Þessi bók segir hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar auk sögu raforkunnar á Íslandi frá upphafi. Landsvirkjun er eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslands í almannaeigu og hefur gegnt lykilhlutverki við að nýta orkuauðlindir landsins. Í bókinni er brugðið upp svipmyndum úr samtímaheimildum og efnið skýrt með fjölda ljósmynda, korta og skýringamynda. 581 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Sauðfjárbúskapur í Reykjavík Fjáreigendafélag Reykjavíkur Höf: Ólafur Dýrmundsson Reykjavík er eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og er með aðild að bæði afrétti og lögskilarétt. Í þessari myndríku bók er fróðlegu yfirliti um þróun sauðfjárbúskapar í Reykjavík síðan um miðja 19. öld fléttað saman við sögu Fjáreigendafélags Reykjavíkur. 304 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Sálmabækur 16. aldar, I og II Umsj: Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Karl Sigurbjörnsson og Kristján Eiríksson Í fyrra bindinu er handbók og sálmakver Marteins biskups Einarssonar 1555 og Sálmabók Gísla biskups Jónssonar 1558. Í öðru bindi er Sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar 1559. Þessir sálmar sem höfðu mikil áhrif á þróun kveðskapar, söngs og tónlistar í landinu eru nú loks aðgengilegir almenningi. 823 bls. Hið íslenska bókmenntafélag SVK Siðfræði lífs og dauða 3. útgáfa Höf: Vilhjálmur Árnason Þessi bók kemur nú út í þriðja sinn í endurbættri gerð með hliðsjón af þróun á sviðinu síðustu ár. Í henni fjallar höfundur um siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu, rannsóknum á fólki, heilbrigðisstefnu og lýðheilsu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. Háskólaútgáfan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 57GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.