Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 59

Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 59
IB Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl III. 1716–1732 Ritstj: Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, Gísli Baldur Róbertsson og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Snæbjörn Pálsson uppnefndi kaupmanninn í Dýrafirði Lúsa-Pétur sem dró mikinn dilk á eftir sér. Auk þess birtast hér ásakanir um falskt þingsvitni og embættismissi sýslumanns, deilur um reka, þjófnaðarmál og drykkjulæti í kirkju. 658 bls. Sögufélag og Þjóðskjalasafn Íslands KIL Þriðja vaktin Jafnréttishandbók heimilisins Höf: Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson Myndh: Elías Rúni Ritstj: Haukur Bragason Ósýnileg ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili. Mildi og mennska SVK Þungir þankar Ritgerðir um heimspeki Höf: Mikael M. Karlsson Ritstj: Elmar G. Unnsteinsson Mikael M. Karlsson hefur ætíð farið víðan völl í verkum sínum eins og sjá má af fjölbreyttu efni þessarar bókar. Í henni kafar höfundur djúpt ofan í áhugaverðar spurningar á ólíkum sviðum heimspekinnar: lögspeki, hugspeki, fagurfræði, athafnafræði, siðfræði og túlkun Aristótelesar. 350 bls. Háskólaútgáfan IB Þættir úr sögu Kjósar Höf: Gunnar Örn Óskarsson Í bókinni dregur höfundur upp svipmyndir af því samfélagi sem lengi var við lýði í Kjósarhreppi. Verkið skiptist í 15 þætti sem fjalla um ólík viðfangsefni en saman gefa þeir heillega mynd af sögu byggðarlagsins. Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði eldri myndir með mikið sögulegt gildi og nýlegar litmyndir af bæjum og landslagi í Kjós. 325 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Öld gensins Höf: Evelyn Fox Keller Skilningur okkar á erfðum er nátengdur hugmyndinni um genið. Alla tuttugustu öld var genið í miðpunkti erfðarannsókna og staða þess virtist enn styrkjast þegar lýst var byggingu DNA kjarnsýrusameindarinnar. En því fer þó fjarri að staða gensins sé trygg eða augljós. 304 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Veislumatur landnámsaldar Höf: Kristbjörn Helgi Björnsson, Úlfar Finnbjörnsson og Karl Petersson Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur hefur rannsakað matartilvísanir og matarvenjur í Íslendingasögunum. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari leitaði einnig fanga víða og setur hér fram skemmtilegar uppskriftir að veislumat landnámsaldar. Karl Petersson, einn allra fremsti matarljósmyndari landsins, fangar svo útkomuna með linsuna að vopni. 160 bls. Drápa RAF Verkefna- og gæðastjórnun fyrir byggingagreinar Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð frá stofnun fyrirtækja til afhendingar mannvirkja Höf: Ferdinand Hansen Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur í byggingagreinum sem og stjórnendur við mannvirkjagerð. Að sögn höfundar á gæðastjórnun að vera einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars. IÐNÚ útgáfa IB Vesturbærinn Húsin - Fólkið - Sögurnar Höf: Sigurður Helgason Vesturbærinn á sér um margt sérstaka sögu. Hér er lítillega tæpt á nokkrum þáttum hennar og sjaldnast er fólkið í hverfinu langt undan. Margir eru kallaðir til; innfæddir, brottfluttir og aðfluttir Vesturbæingar og eflaust vakna einhvers staðar sterkar endurminningar. Vesturbærinn er fróðleg bók og fyndin og sannarlega þess virði að lesa. 160 bls. Bókaútgáfan Hólar IB Viltu finna milljón? Þú átt meiri pening en þú heldur Höf: Hrefna Björk Sverrisdóttir og Grétar Halldórsson Bók um fjármál á léttu máli sem inniheldur jafnframt hundruði sparnaðarráða um allt sem við kemur okkar daglega lífi eins og rekstur heimilis, veislur, matarinnkaup, framkvæmdir, fatakaup, ferðalög, heilsu, samgöngur, tryggingar, kaup- og sölu fasteigna. Viltu finna milljón? er bók sem sannarlega gefur. 248 bls. Read IB Völvur á Íslandi Höf: Sigurður Ægisson Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók. 420 bls. Bókaútgáfan Hólar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 59GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.