Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 5

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 5
dvelur í oss; og Andi Guðs, sem fær inngöngu í hjarta fyrir trúna, er upphaf hins eilífa lífs.“ Drottinn Jesús starfar gegnum Heilagan Anda, því hann er fulltrúi Hans. Gegnum hann blæs Jesús andlegu lífi í brjóst, örvar kraft mannsins fyrir það sem gott er, hreinsar manninn af siðgæðislegri saurgun og veitir honum hæfni fyrir ríki sitt.“ Sannfæringarstarf Heilags Anda og opinberun á réttlæti Guðs leiddi manninn til að játa óverðugleika sinn og beiðast hjálpar. Spámaðurinn Esra gerði þessa játning: „Guð minn, eg fyrirverð mig og blygðast mín að hefja auglit mitt til þín, ó, minn Guð! Því að misgjörðir vorar eru vaxnar oss yfir höfuð og sekt vor orðin svo mikil, að hún nær til himins.“ Esra 9, 6. „Vei mér, það er úti um mig, því að eg er maður, sem hefi óhreinar varir.“ Jes. 6, 5. Þeir sem hlýddu á andríka piédikun Péturs á hvítasunnudaginn spurðu af sjúpri sann- íæringu: „Góðir menn og bræður, hvað eigum vér að gjöra?“ Heilagur Andi brýnir enn fyrir okkur að játa syndir okkar fyrir Guði og „ávinðingar okkar hver fyrir öðrum.“ Við verðum að vera í sátt við Guð og við náunga okkar. Ef við erum í betra samkomulagi við englana heldur en við nágranna okkar eða meðlimi eigin f jölskyldu, er eitthvað rangt við trú okkar. Ef til vill hefur Heilagur Andi ennþá verk að vinna fyrir okkur og í okkur. Á sama hátt og Heilagur Andi er hinn Guðgefni aðili við að leiða okkur til Krists, á sama hátt og hann er aðili, sem kemur til leiðar reynslu ummyndunarinnar til endurfæðingar lífs okkar, þannig veitir hann okkur einnig nauðsynlegan kraft til að lifa sigursælu lífi yfir synd og heiminum. Hann gerir okkur fært að vaxa til fullkomins andlegs þroska. Vonin og hjálpin eru okkar! Kristur sér okkur fyrir þeim! „Hann kom til þess að gera að engu verk djöfulsins, og hann hefur gert ráðstöfun fyrir því, að Heilagur Andi veitist sérhverjum iðrandi manni til að vernda hann frá syndgun." „Eina öryggi okkar gegn því að falla í synd er að halda okkur stöðugt undir mótandi áhrifum Heilags Anda.“ Áhrif Heilags Anda gera okkur fært að „móta lyndiseinkunn, sem sé endur- skin af hinu Guðlega lundarfari". Þegar Heilagur Andi kemur inn í hjörtu okkar, taka ávextir Andans að fegra líf okkar. „Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi" mynda hluta nýrrar lífsstefnu okkar. Þeir, sem við komum í snertingu við, finna, að breyting hefur orðið á lífi okkar. Jafnvel meðlimir 3

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.