Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 4

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 4
2000 árum, er lexía fyrir fólk Guðs, sem stendur á þröskuldi hins eilífa lífs. Kraftur Heilags Anda er á okkar dögum algert frumskilyrði fyrir áhrifaríkri útbreiðslustarfsemi, eins og hann var á tímum þeirra. Þessi kraftur er ekki aðeins andlegur munaður; hann er Guðlegt frunskilyrði fyrir árangri. Hann er ekki eitthvað, sem við getum tekið eða látið eiga sig og samt framkvæmt verk okkar á fullnægjandi hátt. Hann er alger nauðsyn. Hvað lærisveinana snerti var það annað hvort hvítasunna, eða að mál þeirra færu út um þúfur. Fyrir hinn síðasta, stríðandi söfnuð, er það einnig annað hvort hvítasunnan eða misheppnun, nema hvað við bíðum nú haustregnsins. Úthelling Heilags Anda á hvítasunnudaginn var vorregnið. Haustregnið á að koma með enn ríkulegri krafti til þess að undirbúa fólk Guðs fyrir að ljúka verkinu. Myndirnar of vor- og haustregninu eiga einnig við um per- sónulegar reynslur. Þráin eftir betra lífi, borin í hjarta manns- ins, er verk Heilags Anda. Glataði Sonurinn reyndi þessa sannfæringu um þörf eftir einhverju betra. Langt að heiman, meðal svínanna, hismisins og hungursins, hvíslaði rödd í hjarta hans. Hún talaði um heimili, hamingju, öryggi, langt, langt frá þáverandi, slæmum kringumstæðum hans. Djúp þrá eftir einhverju betra streymdi um sál hans. Þá er það, að Guðs orð skrásetur: ,,Hann gekk í sjálfan sig.“ Rödd Heilags Anda hvatti glataða soninn til að taka sitt fyrsta skref heim á leið. „Ég vil rísa á fætur og fara til föður míns.“ Ákvörðunin var tekin, skref var stigið — skref, sem leiddi til dýrlegra sætta og fullkominnar endurreisnar. Það sem Heilagur Andi gerði fyrir reikandi æskumenni, sem lýst er í dæmisögunni, gerir hann einnig fyrir unga menn, ungar konur, drengi, stúlkur og fullorðna nú á dögum. Hann er ennþá aðili að sannfæringu, sáttagjörð og iðrun. Jesús gaf loforðið: „Þegar hann kemur, mun hann ásaka (eða sann- færa) heiminn um synd.“ Meira en sannfæra Þriðji aðili Guðdómsins gerir meira en að sannfæra hinn opinbera syndara um yfirtroðslur hans og minna haltrandi guðsbarnið á mistök þess. Hann upphefur Jesúm, sem von þeirra um fyrirgefningu og endurreisn. Jesús sagði: „Hann mun gjöra mig dýrlegan.“ „Það er fyrir Andann að Kristur 2

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.