Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 10

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 10
í framkvæmd, í náðarverki. Já, með undraverðu náðarverki, slíku, sem við munum jafnvel í eilífðinni ekki skilja að fullu. Hann auðsýndi okkur kærleika sinn með því, ,,að meðan vér enn vorum í syndum vorum, er Kristur dáinn fyrir oss.“ Þegar syndugur maður gerði uppreisn gegn skapara sínum, var nauðsynlegt að Guð refsaði syndinni. Guð hafði sagt: ,,Jafn- skjótt og þú etur af því, (skilningstré góðs og ills), skalt þú vissulega deyja.“ 1. Mós. 2, 17. Hann gat ekki vikið frá því, sem hann hafði sagt. Eina hugsanlega leiðin fyrir manninn til að sleppa við refsingu, var að einhver þjáðist og gyldi sektina fyrir hann. Hver átti þið að vera? Við getum hugsað okkur, að það hlýtur að hafa orðið alvarleg þögn meðal herskara englanna, er þeir tóku að skynja ógn syndarinnar. Það er erfitt að hugsa sér, að nokkur englanna myndi jafnvel hafa látið sér hugkvæmast, að einhver aðili Guðdómsins tæki á sig holdlega synd og dæi fyrir fallinn mann. En þannig var það eigi að síður. Og þvílíkur var kærleikur Föðurins, að Hann var fús að láta Krist yfirgefa himnana og stíga niður til þessarar jarðar til að opinbera hann sjálfan föllnum manni. Við það að verða maður aflét Kristur, hvað hann sjálfan snert, dýrð Guðdómsins, til að verða hvítvoðungur, lagður í jötu í Betlehem, vegna þín og mín. Þjónn Drottins segir: „Kærleikur Guðs á föllnu mannkyni er einstök staðfesting kærleika — kærleika, sem sprottinn er af náð, því að mennirnir eru alls óverðugir. Náð gefur til kynna ófullkomleika þess, sem hennar nýtur. Það er vegna syndarinnar að náðin var sett í virka framkvæmd." T. 7. bindi, bls. 264. Við verðskuldum ekki slíkan kærleik, slíka náð. Við getum aðeins undrazt slíkt. Allt frá þeim tíma er Adam fól sig í garðinum Eden eftir fall sitt, hefur Guð leitað syndaranna. Það var kærleikur hans, sem fann hinn uppreisnargjarna Jónas í djúpum hafsins og leiddi hann til iðrunar. Það var kærleikur Guðs, sem fann hinn ofsækjandi Sál á leið hans til Damaskus og breytti honum í hinn mikla málflutningsmann Krists. Það var sami kærleikurinn, sem kom til leiðar í lífi Jakobs og Jóhannesar, þessara ólgu- fullu æskumanna, semvoru fullir af sjálfsáliti. Það var kær- leikur Guðs sem fann Davíð, þegar hann hafði stigið niður í díki syndarinnar, og lyfti honum upp til algerrar iðrunar, og setti fætur hans þannig á klettinn. Þessi sami kærleikur, sem birtur var á Golgata, er hin sannfærandi rök Guðs við synd- ugan mann. Hann mætti þjófnum á krossinum og veitti honum 8

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.