Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 15

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 15
nema aðeins eina villta önd til að setjast á hann og hann er búinn að vera. Hugleiddu flöktandi hörkveikinn: Andardráttur eða vindblær, einn einasti vatnsdropi myndi nægja til að slökkva á honum. Jesús notaði þessa skýringu til þess að sýna hina við- kvæmu, vakandi, verndandi umhyggju og kærleika, sem Faðir- inn hefur fyrir öllum börnum sínum. Mörg þeirra eru veik, lík hinum brákaða reyr eða flöktandi skari. Satt er það að vísu, að til eru fáeinir voldugir menn og konur mikillar trúar og kröftugs hugrekkis í hjörð hans. Við dáumst að, er við lesum um slíka. Við þráum að líkja eftir þeim. En svo mörg okkar eru veik og tilbúin að bresta. Við gleymum, að þeir þurftu líka á hjálp Guðs að halda. Guð vill að öll börn hans séu sterk í krafti kærleika hans, því kærleikurinn er máttugur. „Kærleikurinn er máttur.“ T. 2. b., bls. 135. ,,Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.“ 2. Tím. 1, 7. Það er ekkert sem kærleikurinn getur ekki staðið augliti til auglitis við. Þegar kærleikur Guðs tekur algjör yfirráð í hjartanu, færir hann með sér aukna trú. Sameinuð veita þau okkur styrk til að sigrast á veikleika okkar og ótta. Þessi kærleikur eggjar okkur til að sigra heiminn, holdið og djöfulinn. Hann veitir okkur kraft til að framkvæma vilja Föðurins. Meiri kærleika, til að fá meiri kraft, er þörf safnaðarins í dag. Þetta getum við eignast. Með kærleika til Guðs og með- bræðra okkar mun okkur veitast styrkur fyrir Heilagan Anda til þess að vitna fyrir kærleiksvana heimi um kærleika Guðs. Og fyrir kraft þess vitnisburðar munu aðrir verða dregnir til Hans. 13

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.