Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 23

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 23
þroski átt sér stað. Án bænarinnar mun hinn kristni veslast up og deyja. Bænin hefur verið kölluð „andardróttur sálarinnar". Við andardrátt líkamans draga lungu okkar til sín af því lofti, sem er allt í kringum okkur. I bæninni drögum við til okkar af því andlega andrúmslofti, sem náð Guðs, kærleikur hans og máttur umkringja okkur með. Ef við ekki drögum andann, getum við ekki lifað. Ef við ekki biðjum, getum við heldur ekki lifað andlegu lífi. En þrátt fyrir þessa vel þekktu samlíkingu við andlegt líf, eru þeir margir, sem játa sig kristna, en „draga andann" þó ekki djúpt, og þar af leiðandi lifa þeir ekki þróttmiklu, heilsu- samlegu andlegu lífi. Og þar sem þeir verja svo litlum tíma í bæn, eru þeir veikir og rótlausir. Sá, sem ekki andar eðlilega, getur ekki þrozkast eðlilega; hann getur ekki unnið verk sitt eðlilega, og hugur hans getur heldur ekki starfað á eðlilegan hátt. Þannig er það einnig í lífi hins kristna. Trú hans getur ekki orðið sterk án bænar. Sú þekking, sem hinn kristna getur aðeins öðlazt í andrúmslofti trúar og bænar, verður ekki rétti- lega skilin án bænar. Enginn getur búizt við því að geta lagt hart að sér líkamlega, ef lungu hans hafa ekki þroskazt eðlilega. Á sama hátt getur hinn kristni ekki búizt við því, að áorka miklu fyrir Guð, eða sigrast á sterkum freistingum, hafi hann ekki sinnt bænalífi sínu. Bænin „er leyndardómur andlegs máttar. Náð af öðru tagi er ekki að fá, ef heilbrigði sálarlífsins á að varðveitast. Bænin kemur hjartanu í skjóta snertingu við uppsprettu lífsins, og styrkir vöðva og krafta arjdlegrar reynslu. Ef þú vanrækir iðkun bænarinnar, eða biður aðeins öðru hverju, þegar henta þykir, muntu missa samband þitt við Guð. Andlegu skilningar- vitin veikjast, og trúarlífið verður máttvana." Messages to Young People, bls. 249—250. Það var einmitt vegna bænarinnar að hinn ungi Daníel gat lifað líferni, sem stóðst prófraunina mitt á meðal tælandi áhrifa hirðlífsins í Babýlon. Hann bað „þrisvar á dag — um guðdómlega náð, til að standast freistingar óhófs og nautna.“ Medical Ministry, bls. 144. Um Daníel og félaga hans þrjá, skrifaði Ellen G. White: „Sífellt á bæn ... í sambandi við hinn Ósýnilega, gengu þeir með Guði eins og Enok forðum.“ PP., bls. 486. 21

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.