Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 11

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 11
eilíft líf endurlausnarinnar. Jssús sagði: „Því að mannssonur- inn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Lúk. 19, 10. Hvers vegna skyldi Gu3 elska oss? Frá mannlegu sjónarmiði séð, er engin rökræn ástæða fyrir því að Guð elski þig og mig. Syndugur maður hefur ekkert fram að leggja með sjálfum sér fyrir Guði. Hið svokallaða mannlega réttlæti er í bezta lagi eins og saurugt klæði. Það er ekkert að miklast yfir, ekkert, sem við getum fært fram meðal himneskra hersveita. Hvers vegna skyldi Guð þá elska manninn? 1 sögunni um Mefibóset ogDavíð í 2. Samúelsbók, 9. kafla, sjáum við atvik, sem hjálpar okkur að finna svarið við spurn- ingunni. Mefibóset var krypplingur. Hann hafði verið þannig frá því hann var fimm ára að aldri, þegar hann hafði dottið úr örmum fóstru sinnar á flótta við fregnina um dauða föður hans í orustu. Allt frá þeim tíma hafði Mefibóset verið upp á aðra kominn. Hann gat tæplega gert nokkuð sjálfur, því að hann var lamaður ,,á fótum“ (3. v.). Vegna hins líkamlega ástands síns hafði hann lítið álit á sjálfum sér. Dag einn boðaði Davíð konungur hann til hinnar konunglegu hallar, því að hann langaði til að sýna honum vinsemd. Þegar hann kom í návist hinnar kounglegu tignar tók líkamlegur veikleiki hans ennþá meira á hann. Hann hrópaði: „Hvað er þjónn þinn, að þú skiptir þér af dauðum hundi, eins og ég er?“ En þrátt fyrir mótbárur hans hélt Davíð fast við, að hann skyldi eta við hið konunglega borð, það sem hann ætti eftir ólifað. Mefibóset var enginn feikna skrautgripur við hið konung- lega borð. Samt átti hann stöðugt sæti þar. Hvers vegna? Vegna þess, að Davíð sá í honum eiginleika hins elskaða vinar Jónatans, sem hann gat aldrei gleymt. Mefibóset var sonur Jónatans. Á sama hátt og Mefibóset getum við, sem erum kristin, hrópað til Guðs: „Hver er ég, að þú skulir hugsa um mig?“ Samt sem áður vill Guð að við sitjum að himnesku borði hans, vegna þess að hann sér í ásjónu okkar endurskin síns mjög heittelskaða Jesú. Við erum honum kær, sakir annars einstaklings. Slíkur er kærleikur föðurins til síns eingetins 9

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.