Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 30

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 30
sannleikans". Hann segir í bók þessari, þar sem hann vitnar um eigin reynslu og uppgötvun sína í sambandi við það að þýða: „Enda þótt ég gerði það sem fremst stóð í mínu valdi til þess að halda burtu tilfinningalegri snertingu, fann ég aftur og aftur að efniviðurinn í höndum mínum var einkennilega lifandi; það talaði til ástands míns á hinn allra ískyggilegasta hátt. Ég segi ískyggilega, vegna þess að mig vantar betra orð. Mjög einkennileg tilfinning er að skynja, ekki endrum og eins, heldur svo að segja stöðugt, hina lifandi eiginleika þessa fremur markverða bókabálks." Bls. 25. Margar sögur hafa verið sagðar til að útskýra, hvernig Biblían talar til hjartna allra manna, án tillits til þess, hver sé siðmenning þeirra, litarháttur eða trúarregla. Eitt sinn las kristniboði nokkur fyrsta kaflann í Rómverjabréfinu fyrir hóp villtra, ósiðmenntaðra manna. Þegar hann var búinn að ljúka síðasta hlutanum, þar sem postulinn lýsir spillingu hjarta hins heiðna manns til forna, sögðu áheyrendur kristni- boðans: ,,Þú hefur skrifað þetta handa okkur.“ Fyrir mörgum árum fékk trúboði í Indlandi Indverja til þess að hjálpa sér að þýða hluta Biblíunnar á eitt tungumála landsins. Eftir að vera búinn að lesa Nýja Testamentið í fyrsta sinn hrópaði þessi maður upp yfir sig: „Hver svo sem bjó þessa bók til, hefur búið mig til. Hún veit allt, sem býr í hjarta mínu. Hún segir mér það, sem enginn annar getur vitað um. Hver svo sem skapaði mig, hefur búið þessa bók til.“ Bók sem skilur mig Dr. Emile Cailliet, sem er franskur og er fyrirlesari við Princeton guðfræðiháskólann, gefur í bók sinni ,,Á leið inn í ljósið", skemmtilega skýrslu um uppgötvun sína á Biblíunni. Þar segir með hans eigin orðum frá leit hans, sem ungs manns, ,,að bók sem myndi skilja mig“. Þar sem hann vissi ekki, að slík bók væri til, ákvað hann að draga sjálfur saman slíka bók. Þannig safnaði hann um tíma útdráttum úr ýmsum gögnum, sem virtust tala til hans. Svo var það, þegar hann hafði lokið þessu starfi sínu, að hann settist undir tré, dag einn sólríkan, til þess að lesa í bókinni sinni og til þess að láta hana hjálpa þörf hans. En eftir því sem hann las, veitti hann því athygli að hún virtist alls ekki tala til hans. 28

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.