Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 41

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 41
form okkar má þó ekki verða svo fastmótað, að ekki gefist kostur á sjálfkrafa tjáningu. Ef Andinn knýr einhvern til að segja amen, fer ekki vel á því að safnaðarfólkið setji upp vandlætingarsvip. Á vígsluhátið Salómons musteris ríkti regla, en samt gafst fólkinu tækifæri til sjálfkrafa lofgjörðar. „En er prestarnir gengu út úr helgidóminum, .. . og allir Levíta söngmenn . . . stóðu þar klæddir baðmullarskikkjum með skálabumbur, hörp- ur og gígjur að austanverðu við altarið og hjá þeim hundrað og tuttugu prestar, er þeyttu lúðra ... og er menn létu lúðra og skálabumbur kveða við, og hin önnur hljóðfæri og þakkar- gjörð til Drottins, ,,Því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu,“ þá fyllti ský musterið, musteri Drottins." 2. Krón. 5, 11—13. Að bæn Salómons lokinni, fyllti dýrð Drott- ins húsið, og fólkið laust upp fagnaðarópi. ,,Þá beygðu þeir ásjónur sínar til jarðar niður á steingólfið, lutu og lofuðu Drottin, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.“ Kap. 7, 3. Sjálfkrafa söngur Á nýju jörðinni mun verða mikill sjálfkrafa söngur. Regla og festa í guðsþjóunstu er nauðsynleg, en slíkt ákveður þó ekki eðli guðsþjónustunnar, Blessun hennar er fremur háð einstaklingnum en guðsþjónustuforminu. Einhver hefur sagt eftirfarandi: „Hversu vel sem guðsþjónustan er skipulögð, hversu fullkomin sem tónlist hennar kann að vera, og sálm- arnir vel valdir, hversu margt gott fólk kann að vera viðstatt, hversu góð prédikunin er — mun árangurinn verða harla lítill, ef einstaklingurinn finnur ekki þörf hjá sér til að tilbiðja Guð. Það sem við gerum, kann að líta vel út, en hið innra getur það samt verið tómt og tilgangslaust." Pulpit Digest, jan. 1972. íhugun er annar mikilvægur þáttur guðsþjónustunnar. Sum okkar hafa ekki lært hina hljóðlátu tilbeiðslu. Gott væri að allir temdu sér að lúta höfðum í hljóðri bæn, þegar þeir setj- ast í húsi Guðs, og að biðtíminn væri notaður til að lesa í orði Guðs. En við erum órólegt fólk — sífellt á harða spretti til þess að Ijúka verki Guðs, og við höfum ekki tíma til að stanza til þess að hljóta andlega upplýsingu, sem fæst fyrir hljóða íhugun. Við gætum lært af reynslu Elía á Hóreb. Sterk- ur vindur reif fjöllin og sundurmolaði klettana, en Drottinn 39

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.