Bænavikan - 04.11.1972, Síða 17

Bænavikan - 04.11.1972, Síða 17
þeir GuSs og móðguðu hinn heilaga í lsrael.“ Sálm. 78, 40—41. Höfundur Hebreabréfsins talar um sama ástand og bætir við viðvörunarorðunum: ,,Gefið gætur, bræður, að eigi kunni að vera hjá einhverjum yðar vont vantrúarhjarta, að hann falli frá lifanda Guði. Heldur áminnið sjálfa yður einn og sérhvern dag, á meðan enn heitir: 1 dag, til þess að enginn yðar forherðist af táli syndarinnar. Því að vér erum orðnir hluttakar Krists, svo framarlega sem vér höldum föstu allt til enda tausti voru, eins og það var að upphafi. Þar sem sagt er: í dag, er þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki hjörtJu yðar eins og í beiskjunni — hverjir voru þá þeir, sem heyrt höfðu, og ollu þó beiskju? Voru það ekki einmitt allir þeir, sem út höfðu farið af Egiptalandi fyrir tilstilli Móse? Og hverj- um var hann gramur í fjörutíu ár? Var það ekki þeim, sem syndgað höfðu og hræin af hrundu niður á eyðimörkinni? Og hverjum sór hann, að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar Guðs, nema hinum vantrúuðu? Og vér sjáum, að sakir van- trúar fengu þeir eigi gengið inn.“ Heb. 2, 12—19. Trúarskortur er synd Trúarskortur, vantrú, er meira en óheppilegt hugarástand. Það er synd. Vantrúin gerir að engu þá möguleika sem felast í fyrirheitum Guðs. Vantrúin lokar farvegi blessunarinnar. Skinin bein ótölulegs fjölda Israelsmanna vörðuðu eyðimerkur- leið hins trúarlausa fólks Guðs og báru þöglan vitnisburð sorgarsögu trúarskortsins. ,,En án trúar er ómögulegt að þókn- ast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því að hann sé til, og að hann lætur þeim umbunað, er hans leita.“ Heb. 11, 6. Við lærum ekki af reynslu Israelsmanna, nema við hag- nýtum hana í okkar eigin aðstæðum. Því að: „allt þetta kom yfir þá sem fyrirboði og það er ritað til viðvörunar oss sem endir aldanna er kominn til.“ 1. Kor. 10, 11. Margir líta til baka til ísraelsmanna og furða sig á vantrú þeirra og mögli og finnst þeir sjálfir hefðu ekki orðið svona vanþakklátir. En þegar trú þeirra er reynd, jafnvel í smá- vægilegum reynslum sýna þeir engu meiri trú eða þolinmæði en hinn forni ísrael." Ættfeður og spámenn, bls. 293. Sjöunda-dag Aðventistar hafa næga sönnun þess, líkt og ísraelsmenn forðum, að Guð sé leiðtogi þeirra. Hann vill á 15

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.