Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 44

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 44
ung og von, og hinn niðurbeygði öðiast styrk. I játningu, hvort sem hún er einstaklingsbundin eða almenn, sameinumst við himnsekum verum. I sameiginlegri bæn skerpist dómgreind okkar og helgun okkar er endurnýjuð. Múrveggjum, sem synd hefur til vegar komið, er úr vegi rutt, og maðurinn sættist við Guð. Sameiginleg guðsþjónusta er mikilvæg og nauðsynleg. En gleymum því ekki, að ef einstaklingurinn biður ekki heima við fjölskyldualtarið — á skrifstofunni, á akrinum, á afviknum stöðum og hvar sem er, þá verður samieginlega guðsþjónustan í kirkjunni innantóm ytri viðhöfn. Bæn okkar skyldi ávallt vera: „Herra, kenn mér þann boðskap, sem liggur að baki orðunum og allri ytri viðhöfn. Láttu mig mæta þér — sam- einast þér.“ Hvíldardagurinn 11. nóvember 1972. MÁTTUR VONARINNAR Eftir E. G. WHITE „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum." Er nokkur ástæða til þess að þessi von veiti okkur minna traust og gleði nú en hún veitti lærisveinum frumkristninnar? Jesús er ekki lokaður inni í gröf Jósefs. Hann er upprisinn, og hann steig upp til himins, og trúin á að gera okkur fær um, að sýna heiminum, að við höfum lifandi von, að við eigum vin í dómsal himinsins. Við erum endurfædd til lifandi vonar til óforgengilegrar arfleifðar, sem oss er geymd á himnum. Von okkar er ekki á sandi byggð, arfleifð okkar er óforgengileg. Hér er ekki um haldlaust hugmyndaflug að ræða, heldur eitthvað, sem oss er geymt á himnum, „oss, sem varðveitumst af mætti Guðs fyrir trú til hjálpræðis, er opinberast mun á síðustu tímum.“ Páll hvetur okkur til að halda fast við von fagnaðarerindis- ins. Fyrir trú eigum við að tileinka okkur fyrirheit Guðs og 42

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.