Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 49

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 49
hvíld. Við skulum með augum trúarinnar skoða framtíðar- heimili okkar eins og það er opinberað okkur af Guði. Sá, sem dó fyrir synd heimsins, opnar hlið Paradísar öllum þeim, er hans bíða. Brátt er baráttan á enda og sigurinn unninn. Brátt munum við sjá hann, sem eilífðarvon okkar byggist á. I ná- vist hans munu reynslur og þjáningar þessa lífs virðast smá- vægilegar. „Hið fyrra mun engum í hug koma." Varpið eigi frá yður djörfung yðar „Varpið því eigi frá yður djörfung yðar, er mikla umbun hefur, því að þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér úr býtum berið fyrirheitin, er þér hafið gert Guðs vilja. Því að innan harla skamms tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum.“ Hebr. 10, 35—37. Lítið upp, og látið trúna vaxa og vísa til vega á hinni mjóu braut, sem liggur gegnum borgarhliðin til hins mikla ókunna lands —hinnar dýrðarríku framtíðar, sem bíður hinna endur- leystu. „Þreyið því bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjá akuryrkjumaðurinn bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðar- innar og þreyir eftir honum þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn. Þreyið þér og styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.“ Jak. 5, 7—8. Guð mun uppfylla orð sitt á sínum tíma. Ætti nokkur að þreytast á þessum tíma? Ættum við að missa traust okkar nú, þegar við erum komin að landmærum hins nýja heims? Er viðeigandi að segja, að ríki Guðs sé enn langt undan? Fjarri fer því. Eftir skamma stund munum við sjá konunginn í fegurð hans. Eftir skamma stund mun hann þerra hvert tár af augum okkar. Eftir skamma stund mun hann „láta oss birtast lýta- lausa dýrð hans til vegsemdar.“ 47

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.