Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 35

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 35
löngunina að koma fram, ásamt öðrum, þegar þeim var boðið að helga líf sitt Drottni. Það urðu forréttindi mín að heim- sækja þessi hjón nokkrum dögum síðar. Eftir vanalegar kveðj- ur lét konan í ljós tilfinningar sínar með þessum orðum: ,,Prestur, ef þú ert kominn í heimsókn til okkar í þeim til- gangi að fá okkur til að breyta um trúarskoðun, þá ertu að sóa tíma þínum til einskis. Við höfum aldrei í hyggju að breyta þeirri trú, sem við nú höfum.“ Síðan hélt hún áfram hugsi, eftir fáein augnablik: „En ef trú nágranna okkar, sem buðu okkur á samkomuna um daginn er ástæðan fyrir því lífi sem þau lifa, verð ég að játa að það er eitthvað í Aðventtrúnni, sem við höfum ekki í okkar söfnuði.“ Þessi kona og maðurinn hennar voru síðar skírð, að mestu leyti vegna hins hljóða en kröftuga vitnisburðar þeirra elskandi, hugsunarsömu, vingjörnu og sönnu kristnu nágranna. Margar nýjar og vinsælar útgáfur af Biblíunni hafa verið gefnar út á seinni árum. Hugmyndir Biblíunnar hafa verið túlkaðra á nútíma máli og sumar útgáfur hafa verið mynd- skreyttar til þess að ná til æskunnar. En sannleiksatriði þess- arar bókar eru ekki bezt myndskreytt með penna listamanns- ins, heldur í lífi trúaðra. Þjónn Drottins segir: „Fagnaðar- erindið á ekki að setja fram sem lífvana kenningu, heldur sem lifandi afl til að breyta lífinu. Guð vill að þeir sem taka á móti náð hans verði til þess að bera vitni um kraft hennar.“ Þrá aldanna, bls. 826—827. Heimurinn fylgist með mér og þér, ef til vill til að gagnrýna, en að minnsta kosti er hann að horfa á til að sjá, hvort við lifum samkvæmt kenningum Biblíunnar, sem við segjumst hafa tekið við sem staðli okkar. Hér er ein ástæða fyrir því, að við megum ekki bregðast, jafnvel ekki í smáatriðum. Það er auðvelt að fyrirgefa stór mistök þeirra sem lifa samkvæmt heimshyggjunni, en ásakanir munu beinast að okkur, ef við lifum ekki samkvæmt þeim reglum, sem ættu að stjórna lífi okkar. Ef þú og ég erum á hinn bóginn samkvæm sjálfum okkur í lífi og trú, getum við vegna fordæmis okkar vakið áhuga annarra á Frelsara okkar. „Guðhræðsla kristinna manna er sá staðall, sem heimshyggjumenn fara eftir, er þeir dæma fagnaðarerindið." Ættfeður og spámenn, bls. 134. „Börn Guðs eru til þess kölluð að vera fulltrúar Krists og vitna um gæzku Drottins og náð. Eins og Jesús hefur opin- berað okkur hið sanna eðli Föðurins, þannig ber okkur að opinbera Krist fyrir heimi, sem þekki ekki hlýjan og miskunn- 33

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.