Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 7

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 7
Þú hefur ákveðið að gefa sjálfan þig Guði. Farðu nú til Hans og biddu þess, að Hann þvoi burt syndir þínar og gefi þér nýtt hjarta. Trúðu síðan, að Hann geri þetta vegna þess, að Hann hefur lofað að gera það.“ Ég þarfnaðist trúar. Ég þurfti að trúa, að Guð myndi gera það, sem Hann hafði lofað. Þegar ég veitti orði Hans viðtöku fékk ég frið. Hvernig getur þú og ég aukið trú okkar? Páll segir út- skýrandi: „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á or.ði Krists.“ Með því að heyra um fyrirheit Guðs í orði Hans og gera tilkall til þeirra sem okkar eigin, með því að sjá augljósa uppfyllingu spádóma orðs Hans, er frækorni trú- arinnar sáð. Það er verk Heilags Anda að næra þessi frækorn og veita þeim fullan ávöxt. „Enginn maður getur skapað trú. Andinn, sem verkar á og upplýsir vitund mannsins, skapar trúna á Guð.“ Trúin er ávöxtur starfs Heilags Anda. Andinn og orðið Ef iðrun, endurvakning og siðbót eiga að veitast söfnuðinum, eins og ég trúi að muni verða, mun þetta koma mest megnis vegna þess, að við munum snúa okkur til Orðs Guðs eins og aldrei áður. „Hverfið aftur til Orðsins" verður að vera kjörorð okkar á þessum tízkunnar trúleysistíma. Við verðum að vera menn Bókarinnar! Orð Guðs er ávöxtur leiðsagnar Heilags Anda. „Helgir Guðs menn töluðu, knúðir af Heilögum Anda.“ Ef við ætlum nú á dögum að uppskera hinar ríkulegu blessanir af dásamlegum örkum Biblíunnar, þörfnumst við leiðsagnar hins sama Anda og skráði hið ritaða Orð. „Aldrei ætti að rannsaka Biblíuna án bænar. Áður en henni er flett upp ættum við að biðja um upplýsingu Heilags Anda og hún mun verða veitt.“ Frumherjar Aðventhreyfingarinnar voru menn og konur Orðsins. Þau voru menn og konur bænarinnar. Þegar þau í leit sinni að sannleika komu að köflum, sem þau skildu ekki í ritningunni, eyddu þau löngum tíma knékrjúpandi og hrópuðu á leiðsögn Heilags Anda. Aftur og aftur gerðu þau tilkall til fyrirheits Krists: „Þegar hann, Andi sannleikans kemur, mun hann leiða yður í allan sannleika." í dag fögnum við yfir hinum samræmisríka sannleika Aðventboðskaparins vegna 5

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.