Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 13

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 13
Nefndin greiddi einróma atkvæði um að' taka hana inn sem reglulegan starfsmann. Þegar ég sneri til f jallanna, stoppaði ég á hinu lítilmótlega heimili Meri og sagði henni hinar góðu fréttir. En Meri gat ekki séð nokkurn „fagnaðarboðskap" í hinum góðu fréttum. Hún stóð hálf undrandi nokkur andartök. Síðan mælti hún: „Hvað hef ég gert, svo að ég ætti ekki að þjóna Frelsara mínum ókeypis?" Svar hennar gjörði mig algjörlega orðlausan. En þrátt fyrir útskýringar mínar á tilgangi nefndarinnar, var hún ósveigjan- leg. Hún vildi ekki taka á móti nokkrum launum fyrir það að prédika fagnaðarboðskapinn. Hún bætti við, að ef til vill VILDI nefndin greiða atkvæði með því að hún gæti fengið tvo kjóla á ári til þess að hún þyrfti ekki að skammast sín fyrir að prédika frammi fyrir f jölda fólks í fötum sem kynnu að virð- ast óviðeigandi. Þannig varð ég að fara aftur og greina nefnd inni frá viðbrögðum hennar. Síðar ógilti nefndin ákvörðun sína og Meri heldur áfram kærleiksstarfi sínu fyrir Meistarann launalaust fram á þennan dag. Ellen G. White segir: „Uppáhaldsefni Krists var föðurþel og yfirfljótalegur kærleikur Guðs.“ T. 6. b., bls. 55. Sagt hefur verið, og við endurtökum það, að lokarök Guðs við synd- arann er krossinn. Þegar þú íhugar djúplega opinberun kær- leika hans, einmitt á þessu andartaki hugleiðingar okkar, hver er þá svörun þín við kærleika Guðs? Hann vill fá þig sem sinn eiginn. Hann vill fá þig um tíma og eilífð. Krossinn á Golgata er síðustu rök hans við þig. Vilt þú ekki segja: „Drottinn, ég gef mig að fullu og öllu.“? Ef þú gerir það, mun lífið taka á sig nýjan blæ. Dauðinn mun ekki búa yfir nokkurri ógn. Fram- tíð þín mun verða hólpin með Guði. Sterkar en dauðinn, hærra en himnarnir, víðar heldur en hafið, dýpra en alheimurinn hlýtur kærleikur Guðs að hafa áhrif á þig, ef þú vilt svo vera láta. Hann er eini mátturinn, sem getur gert þig hæfan fyrir himininn. Ef þú ert að bisa við að „vera góður“, ertu að berjast til ónýtis. Óvinúrinn þekkir alla pyttina. Hann gróf þá. Hann þekkir allar gildrurn- ar vel. Hann bjó þær til. Hvað eigum við þá að gera? Hvað getum við gert til þess að búa okkur undir himininn og að mæta Guði okkar? Við höfum verið meðlimir í söfnuðinum í mörg ár, ef til vill — og hverju er lyndiseinkunn okkar lík? Höfum við sigrazt á veikleikanum, sem við höfum, þegar við tókum skírn? Er 11

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.