Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 24

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 24
Bænir sem hræra himininn Sönn bæn gerist fyrir tilverknað Guðs. Slík bæn getur hrært himininn. Það var einmitt vegna bænar, að Elía gat gert stórvirki fyrir Guð. „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið. Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði; og hann bað aftur, og himininn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.“ Jak. 5, 16—18. Leyndardómurinn í bænakrafti Elía fólst í því, að „þegar hann bað, seildist trú hans eftir loforðum himins og hann bað þar til bænum hans var svarað. Hann beið þó ekki eftir fullri sönnun um að Guð hefði heyrt hann, heldur var hann fús til að leggja allt í sölurnar fyrir minnsta merki um velþóknun guðdómsins. En það sem honum var kleift að gera undir stjórn Guðs, er einnig öllum öðrum mögulegt, hverjum á sínu sviði í þjónustu Guðs.“ P&K, bls. 157. Hvenær munum við gera okkur grein fyrir því, eins og okkur er nauðsyn á að gera, að bænin er sem hlið, sem opnar okkur leið að hásæti himinsins og að takmarkalausum mætti hins Almáttuga? Hvenær munum við læra að biðja eins og Daníel og Elía? Hvenær munum við hafa þá einlægni, ákefð, trú og þolgæði í bæn sem þessir menn höfðu, svo að Guð geti gert mikla hluti fyrir okkur og með okkur, eins og hann gerði fyrir og með þeim? Sumt kristið fólk biður aðeins þegar því sjálfu finnst það eigi að biðja. Því finnst að leiðin sé opin milli þess og Guðs, að allt sé ílagi milli þess og Guðs, að hugmyndir þess séu frá Guðs, og þessvegna biður það. Hafi það ekki þessa stemningu, finnst því sem tjald sé dregið fyrir á milli þses og Guðs, svo að Guð geti ekki, eða vilji ekki, hlusta á bænirnar. Eða, að því hafi orðið á að drýgja einhverja synd, sem vekur hjá því sektartilfinningu, og að það sé þess ekki verðugt að nálgast Guð. Þar af leiðandi vanrækir það að biðja. En að vanrækja bænina, eða að fara eftir tilfinningunum einum, er hættuleg venja. Það er einmitt þegar við erum frá- hverf því að biðja, að við þurfumað verja tíma til einlægrar bænar, í stað þess að draga úr honum eða hætta bænalífinu með öllu. „Án þrotlausrar bænar og kostgæfinnar árvekni eigum við á hættu að verða skeytingarlaus og villast af réttri braut. Andstæðingurinn leitast án afláts við að leggja hindranir í veginn að hástóli náðarinnar, til þess að við megnum ekki með 22

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.