Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 27

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 27
Hærra, og enn hærra, seildust þeir með hönd trúarinnar, og með kröftugri rökfærslu sögðu þeir: ,Kristur Jesús er sá, sem dáinn er, og meira en það, er upprisinn frá dauðum, hann, sem er við hægri hönd Guðs, hann, sem einnig biður fyrir oss.‘ Róm. 8, 34.“ Acts of the Apostles, bls. 35—36. Og þá kom krafturinn. „Andinn kom yfir bíðandi, biðjandi lærisveinana með slíkri fyllingu, sem náði til sérhvers hjarta. Hinn Eilífi opinberaði sjálfan sig söfnuðinum í mætti. Það var sem þessum áhrifum hefði verið haldið í skefjum um aldir, og nú naut himinninn þess að geta hellt út yfir söfnuðinn ótakmarkað af náð Andans. . . . Sverð Andans, nýlega skerpt með krafti og baðað í eldingum himinsins, risti sér leið í gegnum vantrú manna. Þúsundir öðluðust afturhvarf á einum degi.“ Sama bók, bls. 38. Hinn síðasti söfnuður Guðs á enn eftir að læra til hlítar möguleika bænarinnar. Þegar það gerist, og söfnuðurinn lifir í samræmi við öll sannleiksatriðin, sem hann býr yfir, mun hinn mikli kraftur hvítasunnunnar verða endurtekinn í jafnvel enn meiri mæli en þá gerðist. Þessi opinberun Andans í söfn- uðinum er okkar mikla þörf í dag. Við skulum biðja og búa okkur undir að taka á móti náðinni og kraftinum, sem Heilagur Andi hefur heitið að veita. fvliðvikudagurinn 8. nóvember 1972. MÁTTUR ORÐSIIMS Eftir THOHAS A. DAVIS Charles Spurgeon, frægur breskur prédikari á síðustu öld, var við eitt tækifæri að halda fyrirlestraflokk í mjög stórum sal, er rúmaði rúmlega 20.000 manns. Síðdegið fyrir fyrsta kvöldið fór hann í salinn aleinn til þess að athuga hljómburð byggingarinnar. Þar sem hann stóð á hinu breiða sviði í hinum geimvíða, stóra sal, hrópaði hann upp: „Sjáið Guðs lambið, er ber synd heimsins." Hátt uppi á einum svölum salarins, sem huldust sjónum 25

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.