Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 45

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 45
meðtaka þá yfirgnæfanlegu blessun, sem okkur er fyrirhuguð í Kristi Jesú. Von stendur okkur til boða, vonin um eilíft líf. Ekkert minna en þetta fullnægir hugsjón Jesú okkur til handa. En okkar hlutverk er að meðtaka þessa von fyrir trú á hann, sem fyrirheitið gaf. Við megum eiga vona á þjáningu, því að þeir, sem eru hluttakendur í þjáningum hans, munu og verða hluttakandi í dýrð hans. Hann hefur keypt fyrirgefningu og ódauðleik syndugum, deyjandi sálum. Þessar gjafir ber okkur að meðtaka fyrir trú. Okkur berað skilja, að við megum reikna með umhyggju Guðs, ekki einungis í þessum heimi, heldur og í hinum himneska heimi — þar sem hann greiddi frelsi okkar svo dýru verði. Traust á friðþægingu hans og fyrrbæn mun varðveita okkur stöðug og óhagganleg gegnum allar freistingar. íhugum hina dýrlegu von, sem okkur stendur til boða. Við skulum höndla hana. Við megum ekki leyfa Satan að varpa sínu myrkri á leið okkar og koma í kring áformum sínum um það að farmtíðar- horfur okkar verði myrkri huldar. Látum ekki hugann dvelja við myrkur hans. Við öðlumst Guðs ríkið ekki vegna okkar eigin verðleika, heldur vegna verðleika Krists. Frelsið er ekki að finna í okkur sjálfum, heldur í honum, sem er höfundur og fullkomnari trúarinnar. Að líta til hans veitir líf. Satan mun beina athygli okkar að okkur sjálfum og reyna að koma okkur á þá skoðun, að við verðum að bera okkar eigin synd. Menn hafa oft reynt að bera sínar eigin og annarra syndir. En Jesús er sá eini, sem borið hefur syndir allra manna. Um hann sagði Jóhannes skírari: „Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins." Við skulum því láta synd okkar af hendi við hann — snúa okkur frá henni og hata hana, en samt vera þess minnug, að Jesús álítur börn sín vera mikils virði. Manns- sálin er verðmætari en við gerum okkur ljóst. Lít burt frá sjálfum þér, og byggðu upp von þína og traust á Kristi. Vonin má ekki byggjast á sjálfum þér, heldur á honum, sem gekk inn fyrir fortjaldið. Talaðu um hina sælu von og dýrlega komu Jesú. Að vísu erum við öll í hættu stödd, við getum öll fallið. En hættan byggist á því að við treystum á okkur sjálf og lítum ekki ofar en til eigin tilrauna. Gerum við það, munum við líða andlegt skipbrot. 43

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.