Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 32

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 32
sannleikans hefur fengið inngöngu í hjarta mannsins, mun það stjórna löngun hans, hreinsa hugrenningar hans, og gæða persónuleika hans ljúflyndi. Það lífgar hæfileika hugans og orku sálarinnar. Það eykur hæfnina til skynjunar og til kær- leika.“ Dæmisögur Krists, bls. 101. Höfundur texta okkar heldur áfram að útskýra, hvernig Biblían á valdi Heilags Anda verkar. Þar sem hún er tæki „beittara hverju tvíeggjuðu sverði .. . heggur (Orðið) gegnum bilið milli sálar og anda, milli liðamóta og mergjar. Það kveður upp dóm yfir hugrenningum og hugsunum hjartans." Seinasta setningin er ef til vill útskýring á 'þeim sem á undan fóru. Orð sem smjúga í gegn Orð Biblíunnar smjúga gegnum flestar leyndar dýptir hjartans og lífsins og dæma hugsanir og viðhorf. Orð Ritning- arinnar sýnir algjöran kunnugleika við gjörvallt hjarta og vitund mannsins, hvar í heimi sem þeir eru. Orð Guðs vekur samvizkuna og leiðir einstaklinginn til ákvörðunar. Gríska hugtakið, sem þýtt er ,,sverð“ er stundum einnig notað sem „hnífur“. Heilagur Andi notar orðið ekki gáleysislega, af handahófi. Með Guðdómlegri snilli og nákvæmni notar Andinn Orðið með ástríkri umhyggju, hvað snertir vellíðan sjúklingsins. Sem hár- beitt uppskurðartæki er það (Orðið) notað til þess að smjúga inn á sérhvert svið skapgerðarinnar og persónuleikans. Hér birtir það sullaveiki öfundsýkinnar, þar hina veiku sin skuld- bindinganna. Hér opinberar það hættulegar hindranir, sem orsakast af hrokanum, þar æðahnúta skaplyndisins, hættuleg- an veikleika lyndiseinkunnarinnar, sem stundum gæti skemmt og eyðilagt andlega lífið. Það má ekki aðeins hugsa um Orðið sem skurðarhníf læknisins til að fletta ofan af og skera burt synd úr lífi okkar. Það er einnig sverðið, sem við getum flæmt óvininn á flótta með. í þessu sambandi gerum við okkur ekki nálægt því ljósa grein fyrir kraftinum í „sverði Andans“, eins og við ættum að gera. Við verðum að skynja mátt þessa vopns eins og Kristur gerði, því á hversu athylgisverðan hátt notaði hann það ekki til að sigra hinn illa! Þegar Ellen G. White skrifar um freistinguna, sem Satan leiddi yfir Jesúm í eyðimörkinni, að eignast heiminn blátt áfram með því að til- biðja hinn illa, segir hún, að Jesús hafi „fundið kraft freist- 30

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.