Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 21

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 21
Lexíurnar úr lífi ísraels eru ekki allar slæmar Lexíurnar sem eru geymdar í sögu ísraelsþjóðarinnar eru ekki allar slæmar. Það er líka um hvatningu að ræða. Við megum ekki gleyma að Drottinn leiddi ísrael öðru sinni að landamærum Kanaanslands. Og samskonar víggirtar borgir og ósigrandi vígi, sem stóðu milli Guðs fólks og fyrirheitna landsins, þegar það var nálægt landamærunum fyrra sinni, stóðu andspænis þeim öðru sinni einnig. Risamir sem þeir fundu þar fyrra sinni, voru þar enn 40 árum síðar. Mannlega talað var það rétt eins ókleift í fyrra sinni fyrir Israelsmenn, sem voru svo illa búnir og óþjálfaðir í hebþjónustu að standa hinum kröftuga óvini snúning, sem í seinna sinnið. í þetta skipti gerði trúin allan mismuninn. „Þeir lögðu allt sitt traust á hinn almáttuga arm Guðs og hann brást þeim ekki. Nú gátu ekki voldugir risar eða víggirtar borgir, hersveitir eða klettavígi staðizt fyrir foringja hersveita Drottins. Drottinn gekk fyrir hernum, Drottinn beygði óvininn, Drottinn sigraði fyrir ísraelsmenn." Ættfeður og spámenn, bls. 436. Hinn síðasti söfnuður Guðs mun ekki ganga inn í hið himn- eska Kanaansland fyrr en hann hefur lært þessa lexíu til hlítar. Sérhver trúaður, verður í persónulegri reynslu að sýna algjöra trú, sem leiðir hann frá flatnsekju efa og vantrúar, til hæðanna, þar sem sigur fæst í kristilegu lífi. Hið mannlega verkfæri verður að vinna sitt hlutverk. „Trúin er gjöf Guðs, en við höfum kraftinn til að sýna hana.“ Sama, bls. 431. Er við sýnum trú, mun hún aukast. Nýtt líf og þrek og kraftur mun streyma inn í söfnuðinn. „Hindranirnar munu hverfa, þegar trúin biður um það.“ Spámenn og konungar, bls. 595. Það mun vera fögnuður og friður og djúpt varanlegt traust. Við munum þá bera heiminum vitnisburð okkar með sýnilegum áhrifum. Sjöunda-dags Aðventistar hafa sterkt sannleikskerfi, sem er bæði kenningalega og spádómslega séð vel grundvallað á Biblí- unni. Það er hægt að sýna fram á að það sé vitsmunalega rétt og sannfærandi þeim, sem tekur á móti Biblíunni sem orði Guðs. Eins og nemandi í eðlisfræði eða efnafræði skrifar ná- kvæmlega formúlu sína á töfluna, þannig getum við og sýnt hverju við trúum. 19

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.