Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 26

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 26
til þess að hann gæti gengið til móts við skyldur sínar og mótlæti.“ Desire of Ages, bls. 362—363. Bænalíf Krists var okkur til eftirbreytni og fyrir lærisveina hans. Ef þeir, sem sáu fordæmi hans, hefðu lært af því, mundu þeir ekki hafa brugðizt Kristi og sjálfum sér í Gets- emane og á Golgata. Þeir hefðu getað staðið við hlið Jesú, þeagr hann þurfti þess mest með, í stað þess að hafna honum og flýja út í náttmyrkrið. Hvort við munum reynast trúföst, eða ekki, á hættutímunum framundan, fer að miklu leyti eftir því sambandi, sem við höfum haft við Guð í bæn í dag. Að treysta á sjálfan sig er afleiðing vanrækslu bænarinnar. Er við íhugum bænavenjur Krists, komumst við að raun um, að hann varði ekki aðeins fáeinum augnablikum á dag í samfélagi við föður sinn, heldur, eins og eitt tilfelli sýnir, var hann ,,alla nóttina á bæn til Guðs.“ Við getum því ekki ætlazt til þess, að hafa kraft í okkar lífi, ef við verjum aðeins fimm eða tíu mínútum í persónulega einrúmsbæn. ,,En þegar þú biðst fyrir,“ sagði Jesús lærisveinum sínum, ,,þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefir lokað dyrum þínum, þá bið föður þinn, sem sér í leyndum." (Matt. 6, 6.) Það er aðeins undir slíkum kringumstæðum, að við getum andað að okkur andlegu andrúmslofti. Aðeins þá getum við opnað hjörtu okkar frjálslega og fullkomlega fyrir Guði. Að- eins þá, þegar við krjúpum niður og gerum okkur grein fyrir því, að öll yfirborðsmennska er tilgangslaus, og að alvitur, kærleiksríkur Guð hlustar á, sjáum við þarfir okkar. Það er þá, er við byrjum að sjá okkur sjálf og skilja þarfir okkar og hvernig Guð getur uppfyllt þær, að við í raun og veru seilumst eftir hjálp og krafti frá honum. Að tiieinka sér möguleika bænarinnar Lærisveinar Jesú öðluðust að lokum skilning á möguleikum bænarinnar. Eftir uppstigningu hans fylgdu þeir leiðbeiningum hans um að „vera kyrrir í borginni, unz þér íklæðist krafti frá hæðum.“ (Lúk. 24, 49.) Á meðan á þessum biðtíma stóð „komu . . . þeir saman til að biðja föðurinn í nafni Jesú. Þeir vissu að þeir áttu fulltrúa á himni, árnaðarmann við hásæti Guðs. Fullir lotningar krupu þeir í bæn og höfðu yfir loforðið: ,Hvað, sem þér biðjið föðurinn í mínu nafni, mun hann veita yður.‘ — 24

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.