Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 12

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 12
Sonar, að okkur, hina smáu bræður Krists, reisir hann upp úr andlegri eymd og útskúfun til tigins samfélags, til göfugrar stéttar, til konunglegrar arfleifðar. Hin siðgæðislega sköddun á fólki Guðs, sem orðin er vegna syndarinnar, rænir það ekki forréttindum þess. Lömun er engin hindrun sonarrétti. Kryppl- ingurinn er að jafnmiklu leyti erfingi eins og þótt hann gæti runnið skeið sem Cushi. Já, konungsborð er dásamlegur felu- staður fyrir lamaða leggi. Þrátt fyrir syndalömun okkar og algjöran óverðugleika fyrir kærleika Guðs, elskar hann okkur vegna Krists. Og fyrir trúna veitum við þessari undursamlegu gjöf móttöku, við sem erum svo yfirmáta óverðug. Okkur er ekki sagt, hvort Davíð nærði kærleika til Mefi- bóests, vegna hans sjálfs. En Guð elskar okkur okkar sjálfra vegna, eins og vegna Krists. ,,í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent sinn eingetinn Son í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.“ 1. Jóh. 4, 9. Undarlegt má það heita, að kærleika Guðs er ekki veitt móttaka um allan heim. Væri það gert, myndu stórkostlegar breytingar til góðs bera þess vitni alls staðar. Jefnvel meðal þeirra, sem bera kristið nafn, eru sumir, sem hafa það andrúms- loft gagnvart kærleika Guðs eins og hann væri óraunverulegur. 1 stað þess að bregðast með hlýju við þessum óviðjafnanlega kærleika sýna margir afskiptaleysi, sem jaðrar við leiðindi. Dreginn með kærleika En til eru aðrir, sem dregnir eru til Frelsara síns með kær- leika Guðs. Ég hef í huga vissa konu, sem átti heima í hinum stórbrotnu hlíoum Ruenzoeri-fjallanna í V-Uganda. Meri Kah- inju var ekkja, sem kærleikur Krists hafði snortið og umbreytt Eftir afturhvarf hennar hafði hún aðeins eitt markmið í huga, að segja öðrum frá hinum undursamlega kærleika Guðs. Hún gerði þetta með festu. Hún ferðaðist yfir þessi geigvænlegu fjöll með Biblíuna sína undir hendinni. Hún prédikaði fagnað- arboðskapinn hvar sem hún fór. Hún leiddi hundruð manna til Krists. Ég var forstöðumaður kristniboðsstöðvar á þeim tíma, og dag einn er ég var að sinna útbreiðslunefnd á staðnum Kampala, tókst mér að sveigja bræðurna til að taka Meri sem reglulegan starfsmann. Þeir þekktu allir hið helgaða líferni hennar og marga, sem hún hafði leitt til þekkingar á Kristi. 10

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.