Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 29

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 29
'del Fuego var versta fyrirbæri mannkynsins, sem hann hafði nokkurn tíma fyrirhitt. Sljóir vegna ömurlegra lifnaðarhátta og siðferðis, og það virtist ógerlegt að hjálpa þeim. Mörgum árum síðar kom Darwin aftur til þessarrar eyjar. Það sem bar fyrir augu hans þá fyllti hann undrun. Meðan hann var í burtu hafði Biblían verið þýdd og útbreidd í ríkum mæli meðal fólksins. Líf þess hafði algrelega umbreytzt. í stað vitræns sljóleika, óhreininda og spillingar, var kominn glaðlegur fersk- leiki, iðjusemi og siðfágun." Daie and Elaine Rhoton: Can We Know?, bls. 43. Hvað er það við Biblíuna, að hún getur gert fyrir menn og konur það sem engin önnur bók getur gert? Höfundur Hebreabréfsins gefur svarið: „Því að Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði, og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar og er vel fallið til að dæma hugsanir og hugrenningar hjartans.“ Hebr. 4, 12. í textanum finnum við allmargar ástæður fyrir því, hvers vegna þessi bók er öðru vísi en aðrar bækur. Orð Biblíunnar er lifandi orð. Ef til vill skiljum við ekki allt, sem innifalið er í þessari málsgrein. En við getum vitað, að eins og orðin, sem Kristur sjálfur talaði voru „andi“ og „líf“ (Jóh. 6, 63.), þannig eru einnig orð hinna Guðinnblásnu Biblíuhöfunda. Þau eru lifandi orð með því að sannleikur og siðgæði eru í þeim, sem knýja hina einlægu sál. Ritningin opinberar staðal siðfágunar og heiðarleika, sem menn sjálfir myndu aldrei upp- hugsa. Þau eru lifandi orð í því að þau búa yfir vizku eilífðarinnar. Einhver hefur gert þá athugun, sem leitt hefur til þeirrar niðurstöðu um prófstein á vizku mannanna, hvort kynslóð eftir kynslóð hefur snúið sér til þsesarrar bókar, sem síferskr- ar opinberunar. Eftir þessari reglu getur ekkert annað eintak jafnast á við Biblíuna. Því að frá þeim tíma, er fyrstu bækur hennar voru ritaðar, hefur hún verið lifandi og sífersk upp- spretta allra kynslóða. En þýðingarmest í því að ritningin er lifandi orð, er, að Heilagur Andi gefur orði hennar ferskleik og áhrifamátt. Því hann dæmir, sannfærir og heimfærir í hjarta þess, sem les sannleik hennar, áminningar, umvandanir, fyrirheit og boðorð. J.B.Phillips, höfundur hinnar vinsælu þýðingar á Nýja Testa- mentinu, vitnar um lífræni Ritninganna í bók sinni „Hringur 27

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.