Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 25

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 25
einlægum bænum og trú að verða okkur úti um náð og þrek til að standast freistingarnar." Vegurinn til Krists, bls. 103. „Myrkur hins illa umlykur þá, sem vanrækja að biðja.“ Sama bók. Þar af leiðandi megum við engu fremur láta bænalíf okkar vera háð tilfinningum okkar, en að andardrætti líkamans væri stjórnað af hugarástandi okkar hverju sinni. „Með einlægri bæn tengjumst við anda hins eilífa. Vera má, að við finnum engan áþreifanlegan vott þess, þegar endur- lausnari okkar lýtur að okkur í meðaumkun og ást, en engu að síður gerir hann það. Við finnum ef til vill ekki snertingu hans, en hönd hans hvílir engu að síður á okkur í kærleika og fölskvalausri meðaumkun." Sama bók, bls. 106. Æðsta fyrirmyndin Æðsta fyrirmyndin um kröftugt bænalíf er bænalíf frels- arans. Dag einn komu lærisveinar Krists til hans og sögðu: „Herra, kenn þú oss að biðja.“ (Lúk. 11, 1.) „Lærisveinarnir höfðu séð, að samband var á milli bænastunda hans og mátt arins, sem fólst í orðum hans og gjörðum." Mount of Blessing, bls. 102—103. „Aldrei var líf nokkurs manns svo hlaðið störfum og ábyrgð sem Krists; og þó var hann svo oft að finna á bæn! Hve stöðugt samband hans var við Guð! Aftur og aftur er að finna í ann- álum hans jarðneska lífs eftirfarandi lýsingar: „Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, og fór á óbyggðan stað og baðst fyrir.“ „Mikill mannfjöldi kom saman til þess að fá lækning við sjúkleikum sínum. En sjálfur dró hann sig út úr til óbyggðra staða og var þar á bæn.“ En svo bar við um þessar mundir, að hann fór út til fjallsins, til þess að biðjast fyrir, og var alla nóttina á bæn til Guðs.“ (Mark. 1, 35; Lúk. 5, 15—16; 6, 12.) í lífi, sem var algjörlega helgað öðrum til góðs, fann frels- arinn nauðsyn þess að draga sig út úr mannþrönginni, sem fylgdi honum frá degi til dags, og í burtu frá alfaraleiðum. Hann varð að snúa sér frá endalausum verkefnum sínum og snertingu við mannlegar þarfir, og leita hvíldar og ótruflaðs samfélags við föður sinn. Sem einn af okkur, er tók þátt í þörfum okkar og veikleika, var hann algjörlega háður Guði, og á afskekktum bænastað leitaði hann guðdómlegra krafta, 23

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.