Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 48

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 48
Við nálgumst leiðarenda Við þráum að sjá Jesú eins og hann er, og nú munum við brátt sjá hann. Um þann atburð segir Jóhannes: „Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins skínandi sem kristall, og rann hún frá hásæti Guðs og lambsins, á miðju stræti borgarinnar og beggja megin lífsvatnsins stóð lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt — á mánuði hverjum ber það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum. Og engin bölvun mun framar til vera, og hásæti Guðs og lambsins munu í henni vera, og þjónar hans munu honum þjóna. Og þeir munu sjá ásjónu hans, og nafn hans mun vera á ennum þeirra. Og nótt mun ekki framar til vera, og þeir þurfa ekki framar lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá, og þeir munu ríkja um aldir alda.“ Hamingjuástand hins nýja heims Á nýju jörðinni munu hinir endurleystu fást við sömu verk- efnin, sem veittu Adam og Evu þroska og hamingju. Eden lífið mun verða endurtekið — úti í náttúru Guðs. „Og þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir íbúa, eigi munu þeir planta og aðrir eta, því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna." Sérhver hæfileiki mun þroskast. Stórvirkjum mun verða til vegar komið og hinum æðstu þrám fullnægt. En þó munu nýjar hæðir stöðugt blasa við, ný furðuverk, sem vekja aðdáun og ný sannindi að skilja og ný rannsóknarefni, sem efla þroska líkamans, sálarinnar og andans. Spámennirnir, sem fluttu boðskap um þessa hluti, þráðu að skilja hann til fulls — „þeir grennsluðust eftir og rann- sökuðu vandlega — til hvers eða hvílíks tíma andi Krists, sem í þeim bjó, benti .. . en þeim var opinberað, að eigi væri það fyrir sjálfa þá, heldur fyrir yður að þeir þjónuðu að þessu, sem yður er nú kunngjört.“ 1. Pét. 1, 10—12. Hvaða þýðingu hafa nú þessi mál fyrir okkur, sem lifum svo nærri uppfyllingu þeirra? Börn Guðs hafa beðið þeirra með eftirvæntingu allt frá þeim degi, er Adam og Eva urðu að yfirgefa Paradís. Við erum ennþá hér í skuggum og amstri jarðneskra fram- kvæmda. En brátt mun Kristur koma og færa okkur frelsi og 46

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.