Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 14

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 14
skaplyndi okkar jafnara? Erum við kærleiksríkari nú en áður? Erum við heiðarlegri í öllum skiptum okkar nú, en þegar við fyrst svöruðum kærleika Guðs? í lítilli kirkju var gömul ræstingakona, sem endurfæddist. Munið þið eftir sögunni af henni? Þegar hún var spurð um sönnum breytingar hennar á hjarta hennar, sagði hún: „Nú tek ég stóru mottuna í anddyrinu upp, og sópa undir henni, áður fyrr sópaði ég aðeins í kringum hana.“ Hroki sem ráðandi þáttur Erum við að leyfa kærleika Guðs að gjöra okkur sannarlega auðmjúk eða er hrokinn ennþá ráðandi í lífi okkar? „Það getur verið, að mikið verk þurfi enn að vinna við að byggja upp skapgerð þína, að þú sért hrjúfur steinn, sem þarf að lagast til og slípast áður en hann getur fallið í musteri Guðs. Þú þarft ekki að undrast, ef Guð þarf að höggva með meitli og hamri hvöss horn úr skapgerð þinni, þar til þú ert undirbúinn að fylla þann stað, sem Hann ætlar þér. Engin mannleg vera getur framkvæmt þetta verk. Aðeins Guð getur gert það. Og vertu fullviss um það, að Hann slær engin óþörf högg. Högg hans eru alltaf slegin í kærleika þér til eilífrar hamingju. Iiann þekkir veikleika þinn og starfar að því að byggja upp en ekki að eyðileggja.1' T. 7. b., bls. 264. Aðeins kærleikur Guðs getur breytt skapgerð þinni og mótað hana fyrir lífið hér eftir. Með því að veita kærleika Guðs algerlega móttöku í lífi þínu verður undirbúingsverkinu að hæfa skapgerð þína fyrir himininn einungis hraðað. Með öllum takmörkunum okkar, með öllum veikleika okkar, með svo lítið framkvæmt og stuttan tíma til að Ijúka öllu, sem þarf að gerast, hvíslar óvinur mannkynsins uppástungum að okkur, sem of margir okkar veita móttöku: „Það er enginn tilgangur í því. Þú getur ekki náð takmarkinu. Það er ómögu- legt fyrir þig að vera meðal allra hinna fullkomnu." Hlustaðu ekki. 1 Matt. 12, 20. vitnar Frelsarinn í Jesaja spámann, sem segir um Messías: „Brákaðan reyr mun hann ekki brjóta sundur, og rjúkandi hörkveik mun hann ekki slökkva." Hvað er veikara en kraminn eða brákaður reyr? óöruggara en naumlega logandi, flöktandi lampakveikur, albúinn að slokkni á honum? ímyndaðu þér reyr, sem vex á engi og er brákaður. Það er erfitt að skynja nokkuð veikbyggðara. Það þarf ekki 12

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.