Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 22

Bænavikan - 04.11.1972, Blaðsíða 22
Meir en formúla Það er ekki nóg að skrifa formúlu. Það verður að fara með hana af töflunni og prófa hana í tilraunastofunni. Á líkan hátt er það með trúarskoðanir þær sem við höfum. Það þarf að sýna í lífinu. Þær þarf að staðfesta í lífi þeirra, sem segjast trúa þeim. Þannig eru það forréttindi okkar á þessum síðustu dög- um að sýna að fyrirheit Guðs eru fyrir okkur í dag. Hinn síðasti söfnuður er málmbræðslukerið, sem Guð vill nota til þess að sanna að formúla hans handa fólki til að sigra synd verkar. Spádómarnir segja skýrt og greinilega fyrir um það að þetta mun verða. Fyrir lifandi og virka trú, mun hinn síðasti söfnuður tengjast Drottni sínum og Meistara æ meir, þar til hann verður honum líkur. Það er ekki þýðingarlítið að þetta eigi sér stað á þessum tímum, þegar andlegur áhugi fer dvín- andi. Þegar allur heimurinn fylgir dýrinu eftir með undrun, og hið mesta eftirlíkingar tilbeiðslukerfi, sem nokkurn tíma hefur verið fundið upp, blekkir allan heiminn. Jóhannes, höfundur Opinberunarbókarinnar, sá þennan hápunkt í leyndardómi guð- rækninnar. Kristur gerði alla trúaða dýrlega, er þeir stóðu í gegn hverri árás á trú þeirra. Um þá skrifar hann: „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu — þeir er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.“ Opinb. 14, 12. Sá kraftur sem gerir okkur kleift að njóta slíkrar reynslu bíður okkar. En við verðum að notfæra okkur farveg trúar- innar, svo að hann streymi inn í líf okkar. Þriðjudagurinn 7. nóvember 1972. MÁTTUR BÆNARINNAR Eftir H. VOGEL Bænalíf hins kristna er örugg vísbending um reynslu hans með Guði. Bænin er nauðsynleg andlegu lífi. Ef sambandið við himininn, sem bænin veitir, er rofið, getur enginn andlegur 20

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.