Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 9
Löggjöf um almannatryggingar
og skyld málefni.
A. Lög um almannatryggingar.
Árið 1954 voru þær breytingar gerðar á almannatiyggingalögunum, að elli-
og örorkulífeyrir var hækkaður um 5% og hækkaðar voru dánarbætur vegna lög-
skráðra sjómanna. í árslok 1955 var elli- og örorkulífeyrir hækkaður á ný um 9%.
Að lokinni endurskoðun almannatryggingalaganna voru samþykkt ný lög um
almannatiyggingar, lög nr. 24 29. marz 1956. Lögin öðluðust gildi 1. apríl 1956.
Jafnframt voru úr gildi felld lög nr. 50/1946 með áorðnum breytingum og III. kafli
laga m. 104/1943. Ákvæði liinna nýju laga um skerðingu lífeyris vegna annaira
tekna komu þó til framkvæmda 1. januar 1956, og allmörg akvæði þeirra komu ekki
til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1957.
Hér fara á eftir lögin fiá 1956, en síðan kemui skrá um breytingar, er gerðar
voru við lög nr. 50/1946 á tímabilinu 1946 1956.
1. Lög nr. 24 29. marz 1956, um almannatryggingar.
I. KAFLI
Skipulag og stjórn.
1. gr. — Almannatryggingar teljast samkvæmt lögum þessum:
1. Lífeyristryggingar.
2. Slysatryggingar.
3. Sjúkratryggingar.
2. gr. — Tryggingastofnun ríkisins annast lífeyristryggingarnar og siysa-
tryggingarnar, og hefur með höndum umsjón og yfirstjórn sjúlcratrygginganna,
allt undir yfirumsjón ríkisstjórnarinnar (félagsmálaráðuneytisins).
Hver grein trygginganna, sbr. 1. gr., er sjálfstæð deild í Tryggingastofnuninni og
hefur þar sérstakan f járhag. Engin deildanna ber ábyrgð á skuldbindingum annarrar.
Tryggingastofnun ríkisins hefur heimili og varnarþing í Reykjavík.
3. gr. — Ráðherra skipar forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins að fengnum tillög-
um tryggingaráðs, skrifstofustjóra, sjúkramálastjóra Tryggingastofnunarinnar, sem
j afnframt er deildarstj óri sjúkratryggingadeildar, aðra deildarstj óra, tryggingafræðing,
aðalgjaldkera og tryggingayfirlækni, að fengnum tillögum forstjóra og tryggingaráðs.
Ráðherra ákveður laun allra fastra starfsmanna Tryggingastofnunarinnar, að
fengnum tillögum forstjóra, þar til launin verða ákveðin í launalögum.
4. gr. — Forstjóri annast stjórn stofnunarinnar samkvæmt lögum þessum og
reglugerðum, sem settar eru. Hann ræður alla starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki
eru skipaðir af ráðherra.
Deildarstjórar annast venjulega afgreiðslu mála, hver fyrir sína deild. Hvers
konar nýbreytni og afbrigði frá venju skal bera undir forstjóra.