Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 84
82
á hæstu og lægstu áhættuiðgjöldum. í töflum 37—38 er nánari sundurliðun eftir
árum og starfsgreinum. Á það skal bent, að engan veginn getur talizt öruggt, að
samræmi sé milli flokkunar iðgjalda og flokkunar bóta í töflu 37, þar eð ákveða
verður starfsgrein þess, sem fyrir slysi verður, af upplýsingum um slysið eingöngu,
en óvíst er, hvort iðgjöld hafa verið talin til sömu starfsgreinar. Einkum má ætla,
að lítt sé treystandi skiptingu svo sem í trésmíði án véla (II. fl.) og trésmíði með
vélum (IV. fl.).
í töflu 39 er yfirlit um kaup og aflahlut slasaðra sjómanna, sem tryggt hefur
verið frá 1951.
2. Sjúkrabætur.
í lögunum frá 1946 nefndust dagpeningar sjúkratrygginga sjúkrabætur, en í
lögunum frá 1956 eru þeir nefndir sjúkradagpeningar. Tryggingastofnunin greiddi
sjúkrabætur, enda var svo til ætlazt í lögunum frá 1946, að sjúkrasamlögin yrðu
lögð niður. Með lögunum frá 1956 var hins vegar horfið frá þeirri stefnu, og var
þá veiting sjúkradagpeninga falin sjúkrasamlögum (undir eftirliti héraðssamlaga,
þar sem þau starfa). Breyting þessi kom til framkvæmda 1. janúar 1957, og frá
þeim tíma greiðir lífeyrisdeild almannatrygginga árlega fjárhæð, er skiptist milli
sjúkrasamlaga í hlutfalli við greidd iðgjöld, og átti með þessu að koma £ veg fyrir,
að fjárhagsgrundvöllur sjúkrasamlaga raskaðist við breytinguna.
Launþegar og einyrkjar njóta sjúkradagpeninga frá og með 11. veikindadegi,
ef þeir eru óvinnufærir a. m. k. 14 daga, en þeir atvinnurekendur, sem greiða
atvinnurekendaiðgjald til lífeyristrygginga af meira en 52 vikum á ári, frá og með
sjöttu sjúkraviku.
Heildarfjárhæð reikningsfærðra sjúkrabóta hefur verið sem hér segir árin
1947—1956:
Árið 1947 ... .. kr. 225 028,28 Árið 1952 ... ... kr. 3 764 550,51
1948 ... .. „ 1 253 163,50 „ 1953 ... ... „ 4 149 258,20
1949 ... .. „ 2 111 357,20 „ 1954 ... ... „ 4 859 783,85
9? 1950 ... .. „ 2 516 233,94 „ 1955 ... ... „ 4 763 903,25
99 1951 ... .. „ 2 676 752,08 „ 1956 ... ... „ 6 441 337,57
Hér ber þess að gæta, að ákvæðin um sjúkrabætur komu ekki til framkvæmda
fyrr en 1. júlí 1947, og árið 1956 eru taldar með bætur, sem að óbreyttu ástandi
hefðu ekki verið færðar til gjalda fyrr en á árinu 1957.
Árlegur fjöldi sjúkrabótamála 1947—1956 að frátöldum þeim, sem synjað
hefur verið, er þessi:
Árið 1947 215 Árið 1952 1725
„ 1948 944 „ 1953 1935
„ 1949 1 518 „ 1954 1971
„ 1950 1 603 „ 1955 1873
„ 1951 1 568 „ 1956 2 006
Hér eru mál talin á því ári, er þau hefjast, og svara því ekki nákvæmlega
til reikningsfærðra bótafjárhæða, sem að ofan greinir.
í töflu 40 er yfirlit um sjúkrabætur, sem greiddar hafa verið vegna veikinda
á árinu 1954. Er þar skipting eftir kynjum og verðlagssvæðum. Til ársloka 1956
voru grunnupphæðir sem hér segir: