Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 147
145
Tafla 65. Framlög til ellilauna og örorkubóta 1937—1946.
Framlag Vextir elli- Framlag Framlag Líf- Alls
Ár Bveitarfélaga Btyrktarsjóða ríkissjóðs (lún til rikissjóðs)
1937 550 780,33 89 327,93 ] 50 000,00 152 268,25 942 376,51
1938 1 205 471,95 87 678,20 350 000,00 35 171,47 1 678 321,62
1939 1 019 771,04 89 001,69 200 000,00 203 825,58 1 512 598,31
1940 1 285 473,44 85 311,47 260 497,08 213 270,82 1 844 552,81
1941 1 493 510,54 84 605,93 433 487,86 217 082,94 2 228 687,27
1942 2 069 522,16 84 885,45 654 624,52 221 830,03 3 030 862,16
1943 3 078 925,80 81 351,66 1 074 312,49 226 528,08 4 461 118,03
1944 3 351 344,16 81 344,16 1 146 987,66 235 807,41 4 815 483,39
1945 2 975 974,92 81 852,75 2 478 341,37 244 202,50 5 780 371,54
1946 3 758 662,61 82 039,44 3 075 212,81 249 610,00 7 165 524,86
Alls 20 789 436,95 847 398,68 9 823 463,79 1 999 597,08 33 459 896,50
lífeyrissjóðsins til ríkissjóðs. 1 töflu 65 sést, hvern hluta hver aðili hefur borið
1937—1946. Sýnir hún glöggt, að framlag Lífeyrissjóðs íslands og vextir ellistyrkt-
arsjóðanna hafa æ minni þýðingu eftir því, sem á tímabilið líður og verðlag og
kauplag hækkar. Árin 1936—1938 stóðst reikningsár ellilauna ekki á við reiknings-
ár Tryggingastofnunarinnar, og er því tafla 65 nokkuð breytt frá því, sem reikn-
ingar sýna. Enn fremur eru smávægilegar endurgreiðslur bóta taldar með fram-
lagi ríkissjóðs.
í almannatryggingalögunum 1946 var ákvæði um, að ríkissjóður skyldi endur-
greiða varasjóði almannatrygginga á 10 árum framlag Lífeyrissjóðs íslands til elli-
launa og örorkubóta. Fé það, sem fært var ríkissjóði til skuldar í árslok 1946 var:
Framlag til ellilauna og örorkubóta......... kr. 2 001 258,92
Fé fært til sérstakrar ráðstöfunar ......... „ 28 160,24
Vextir ..................................... „ 520 356,69
Alls kr. 2 549 775,85
Ríkissjóður greiddi þessarar fjárhæðar í byrjun hvers árs 1947—1956, og
af eftirstöðvunum voru greiddir 4%% vextir.
Framlag ríkissjóðs samkv. töflu 65, sem talið var framlag til Lífeyrissjóðs ís-
lands, en sá sjóður veitti síðan aftur til ellilauna og örorkubóta, var í fyrstu ákveðið
150 þús. kr. á ári í 50 ár, en var breytt í 200 þús. á ári með lögum 1937. Framlag-
inu er síðan breytt vegna vaxandi dýrtíðar með lögum 1940. Með lögum 1941 er
samanlagt framlag lífeyrissjóðsins og ríkissjóðs ákveðið 30% af heildarbótum og
með lögum 1943 eru þessi framlög hækkuð í 50%.
Með almannatryggingalögunum, sem komu til framkvæmda 1947, er réttur
til elli- og örorkulífeyris lögákveðinn. Sveitarfélög annast ekki lengur útlilutun bóta,
en mál þessi eru fengin Tryggingastofnuninni í hendur. Jafnframt verður stór-
felld hækkun á bótum. Árið 1946 nam þannig úthlutun ellil una og örorkubóta 7,2
millj. kr., en 1947 námu ellilífeyrir, örorkulífeyrir, örorkustyrkur og makabætur
alls 26,2 millj. kr.
Um elli- og örorkulífeyri og örorkustyrk almannatrygginga 1947—1956 vísast
til töflu 19 á bls. 52—53.
Frá 1947 hefur elli- og örorkulífeyrir yfirleitt verið látinn fylgja breytingum
19