Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 10
54
HEIMILI OG SKÓLI
Barnaskóli Sauðárkróks
70 ára
Svo einkennilega vill nú til, að
þegar hinn aldni heiðursmaður, Jón
Þ. Björnsson, skólastjóri, verður 70
ára gamall, þá verður skólinn hans,
sem hann hefur helgað líf sitt og
krafta í 44 ár, einnig 70 ára gamall.
Skólinn var stofnaður á öndverðú
ári 1882. Settur í fyrsta sinn 3. janúar
1882, með 13 nemendum. Er senni-
lega fyrsta opinber, félagsleg stofnun
Sauðárkróks, er þá var 10 ára, — lítið
þorp. Þá var nýbyggt skólahús, með 2
stofum og íbúð fyrir skólastjóra.
Hvatamenn að stofnun þessari virðast
Arið 1932 missti jón konu sína, og
voru þá sum börn hans í bernsku og
eitt nýfætt.
Arið 1940 kvæntist hann Rósu Stef-
ánsdóttur. Rósa hefur verið mat-
reiðslukennari við barnaskólann í
11 ár.
Hafa þau hjónin alið upp yngstu
börnin frá fyrra hjónabandi og auk
þess eina fósturdóttur, sem nú er 12
ára.
Báðar konur Jóns eru eyfirzkar að
ætt, ágætar konur, og liafa reynzt lron-
um góðir lífsförunautar og hjálpað
honum til að skapa heilbrigt og traust
heimili. Hefur það verið honum mik-
ill styrkur, því að oft hefur vinnudag-
urinn verið langur.
Jón er góður heim að sækja, glað-
vær og skemmtinn, enda á hann
marga kunningja.
Hann hefur reynzt ágætur heimilis-
faðir, duglegur og skyldurækinn, eins
og í öðrum störfum.
Hér hefur verið minnzt á nokkra
þætti tir ævi Jóns Þ. Björnssonar. Það
hefur verið farið fljótt yfir sögu, en þó
má vel af þessu ráða, að hér er um
mikinn hæfileikamann að ræða, mann.
sem ekki hefur legið á liði sínu um
dagana, heldur notað starfsorku sína
til gagns fyrir samborgara sína og
aðra.
Við höfum margs að minnast og
margt að þakka.
Fimmtíu ára kennslu- og skóla-
stjórastarf.
Fimmtíu ára baráttu t'yrir mann-
úðar og menningarmálum.
Nemendur, samborgarar og sam-
starfsmenn, fjær og nær, munu senda
Jóni hlýjar heillaóskir og heiðra hann
á sjötugsafmælinu 15. ágúst. Og þó
að hann hafi nú sjötíu ár að baki,
iiefur Elli kerling enn ekki fest hend-
ur á honum. Enn er hann léttur í
anda og gengur léttum sporum eins
og unglingur væri.
Má því taka undir með skáldinu og
segja:
Eögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
Magnús Bjarnason.