Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 11

Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI 55 Hinn nýi barnaskóli Sauðárkróks hafa verið nokkrir bændur í Sauðár- hreppi, einkurn Stefán Stefánsson, Heiði, er gaf 100 kr. til stofnunarinn- ar — mikið fé þá —, Sveinn Sölvason, Skarði, og Stefán Sveinsson, s. st. Að skólanum hafa svo hvatamenn staðið í framkvæmd. Sveinn Sölvason virðist hafa verið fyrsti skólanefndarformað- ur. Tómas Þorsteinsson var þá prest- ur til Reynistaðaklaustursprestakalls. Hefur hann vafalaust unnið með frá byrjun, og sonur hans, Lárus, varð fyrsti skólastjóri skólans. Fyrstu 10 ár- in eru þó ýmsir aðrir kennarar og stjórnarar (Guðmundur frá Mörk, Jónas Jónsson, Múla, Konráð Arn- grímsson o. fl. En hér um bil frá 1890 fram til 1908 eru þessir kennarar (1—2 í einu): Magnús Blöndal, Einar Stefánsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jónas Sveinsson og sr. Árni Björnsson. Frá 1908 liefst kennsla í nýju skóla- húsi og fer frarn eftir nýjurn fræðslu- lögum (frá 1907). Ungur maður, jafn- gamall skólanum (f. 15. ág. 1882), Jón Þ. Björnsson að nafni, nýkominn frá útlendum kennaraskóla, tekur þá við skólastjórn hins nýja skóla, og hefur haft það starf á hendi síðan, í um 44 ár, síðustu 4 árin í nýbyggðu skóla- húsi. Lengst hafa auk hans starfað við skól- ann: Friðrik Hansen, sem nú er lát- inn, kennari um 30 ár, Þorvaldur Guðmundsson (um 23 ár), Magnús Bjarnason, 15 árin síðustu. Guðjón Ingimundarson (^þrótta og handa- vinnukennari) 9—10 árin síðustu, Margir fleiri kennarar hafa starfað í skólanum á þessu tímabili, og verður þeirra allra getið, er skólasagan verður skráð, sem nú er í undirbúningi. Flest hafa börn verið í skólanum um 150.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.