Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI
59
í neðsta bekk menntaskólans með nnd-
anþágu.
Þótt þetta séu athyglisverðar tilraun-
ir, má vitanlega ekki diaga þær álykt-
anir af þeim, að rétt væri að hætta við
bóklegt nám í flestum skólum. Hitt
væri hugsanlegt, að draga úr því og
reyna að kenna nemendum raunhæft,
verklegt nám í staðinn. Þó er alltaf all-
mikill hópur nemenda, sem fullkom-
lega réttmætt er að kenna mikið af
bóklegum fræðum. Jafnvel þótt þeir
gleymi miklurn hluta þeirra síðar, að
meira eða minna leyti, er þetta nám þó
einn liðurinn í að glæða starfsþroska
þeirra og veita þeim það, sem við köll-
um almenna menntun. í þessum hópi
eru allir nemendur, sem hafa það háa
greindarvísitölu, að þeir fái staðizt
próf við æðri skóla, t.d.menntaskóla og
• kennaraskóla. Hins verða svo kennarar
að gæta, að þeir mega ekki draga víð-
tækar ályktanir af því, hvað þeir geta
sjálfir, hvað þeim þykir skemmtilegt,
hugþekkt og viðfelldið. Kennarinn
verður að gera sér ljóst, að greindar-
vísitala hans sjálfs hlýtur að vera a. m.
k. 115, ef hann á að standast kennara-
próf án alltof mikilla harmkvæla, en
helmingur allra barna, sem hann á að
kenna, hafa greindarvísitölu undir
hundraði, og þó langmestur fjöldinn
greindarvísitöluna 90—110.
Það er vitanlega ekki tilætlunin, að
kennarar tjái öllum almenningi, að
jreir séu svo og svo greindir, en aftur
á móti er áríðandi, að þeir minnist
þess, þegar illa gengur, að hnoða þekk-
ingarmola inn í kollana, sem þeir fá
til meðferðar, að vera má að áskapað
vit þessara litlu kolla sé af skornum
skammti, en þeir eiga sinn tilverurétt
eigi að síður og geta vel orðið nýtir
þjóðfélagsborgarar, þótt greindarvísi-
talan nái ekki hundraði.
Nú munu ef til vill einhverjir hugsa
sem .svo, að þetta sé ekki nein vinnu-
sálfræði, og er það réttmætt, en til þess
að verða góður verkamaður í víngarði
vinnusálfræðinnar, er nauðsynlegt að
þekkja efniviðinn, sem maður á að
vinna með og efniviðurinn er einmitt
börn og unglingar.
Eg geri ráð fyrir, að ykkur dreymi
djarflega vökudrauma um allt það,
sem þið ætlið að vinna í fræðslumál-
um, þegar sá tími kemur, að þið getið
hafið kennslustarfið fyrir alvöru, og er
það vel. En minnist þá þess, að hver
einstaklingur hefur sín sérkenni, og
engum tveimur dugir að bjóða ná-
kvæmlega það sama í öllum aðstæðum
lífsins. Gleymið því aldrei, að sá vit-
granni, beygði og uppburðarlitli þarf
enn þá meira á vingjarnlegri aðstoð
ykkar að halda heldur en sá, sem er
góðum gáfum gæddur og á ef til vill
foreldra, sem hafa góða aðstöðu í þjóð-
félaginu.
Við nálgumst nú kjarna málsins,
sem er sá, að þótt þið getið lítið kennt
einhverjum pilti eða stúlku, þá getið
þið samt lagt grundvöllinn að lífsham-
ingju hans eða hennar, ef þið getið
hjálpað þeim til að velja sér það ævi-
starf, sem er í samræmi við hæfileika
þeirra, skapgerð og umhverfi.
IV. Þekking á atvinnulífinu.
Til þess að þið getið orðið ungling-
unum að liði, þurfið þið að vera sér-
staklega vel að ykkur um allt.sem lýtur
að atvinnulífinu. Þið þurfið að vita
deili á hverju starfi, sem unnið er í