Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 18
62
HEIMILI OG SKÓLI
FRIÐRIK J. RAFNAR:
ij
Rís uppeldisstofnun að Botni?
Þeir eru margir, AkuVeyringarnir
og nærsveitamenn hér norðanlands,
sem muna Jóhann á Botni í Hrafna-
gilshreppi. Hann hét fullu nafni Jó-
hann Pétur Jakob Rist Sveinbjarnar-
son; hann andaðist hér á Akureyri 21.
desember 1934, háaldraður, 81 ára.
Var hann vinsæll maður og vel met-
inn, þó hann yrði ekki talinn í stór-
bænda röð, meðan hann bjó að Botni,
enda gaf jörðin ekki tækifæri til stór-
búskapar, eins og aðstæðurnar voru þá
til jarðræktar og bygginga. En hon-
um farnaðist þar vel, og var alltaf
fremur veitandi en þurfandi, enda var
ábýlisjörðin notadrjúg og hæg. Kom
það sér vel, því að Botnsbóndinn var
oft og tíðum tafinn við heimilisstörf-
in, og þær tafir gáfu ekki alltaf mikið
í aðra hönd. Margir miðaldra og gaml-
ir menn i sveitunum hér nærlendis
munu minnast hans af dýra-
lækningum hans. Hér var þá enginn
lærður dýralæknir, en Jóhann hafði
glöggt auga fyrir meinum málleysingj-
anna og var heppinn dýralæknir. Var
hann mikið sóttur, þegar þess þurfti
við, enda var hann viljugur til þeirra
ferða og góður heim að sækja, þótt
önnum hefði að gegna heima fyrir. Var
það víst dæmalaust, að Jóhann neitaði
beiðni um að koma til sjúkrar skepnu,
hvernig sem á stóð. Var honum, sein-
ustu árin, sem hann bjó á Botni, sýnd
smávegis viðurkenning fyrir þetta
óeigingjarna mannúðarstarf, með því
að honum voru veittar nokkrar krón-
ur úr sýslusjóði.
Jóhann á Botni var upprunninn úr
fjarlægri sveit sunnanlands, og flutt-
framtíðarborgin, sem byggð hefur ver-
ið í hugum fólksins árum saman, hrvn-
ur af þeim ástæðum. Enn þá verra er
þó, ef unglinginn langar til að verða
eitthvað allt annað en foreldrarnir
hafa ákveðið, en lætur samt að vilja
þeirra. Úr þessu verður hugarstríð hjá
unglingnum, hann gerir eitt en vill
allt annað, og kann það vitanlega ekki
góðri lukku að stýra. Loks getur verið,
að unglingarnir geri hreinlega upp-
reisn gegn vilja foreldranna, og getur
slíkri uppreist reitt misjafnlega af, og
fer það mest eftir skapgerð þeirra, sem
hlut eiga að máli.
Vinnusálfræðingurinn getur oft orð-
ið unglingum, sem þannig stendur á
fyrir, að liði með því að skýra fyrir for-
eldrunum nauðsyn þess, að börn
þeirra fái að reyna það, sem þeim leik-
ur mestur hugur á.
Af því, sem þegar er sagt, er það
augljóst, að vinnusálfræðingurinn er
fyrst og fremst ráðgjafi einstaklingsins.
Lífshamingja hvers og eins, sem til sál-
fræðings leitar, hlýtur að vera sálfr;eð-
ingnum helgidómur, hann vérður í
einu og öllu að reynast þess trausts
verður, sem honum er sýnt með því að
Ieita til hans. (Tramhald).