Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI
65
konu og fimm börnum, farnazt
þarna vel og unað hag sínum hið
bezta eftir atvikum og sýnt áhuga
og dugnað í allri hirðu og ræktun
jarðarinnar.
2. Að rudd verði leið frá bænum upp
melhryggina norðan bæjarlækjarins
að beitarhúsunum, svo að komizt
verði til fjalls á bifreiðum.
3. Að haldið verði áfram því verki,
sem þegar er hafið, að klæða brekk-
una frá þjóðveginum og upp á
brún, beggja vegna heimreiðarinn-
ar, skógi, nema þá bletti, sem
kynnu að þykja hentugir fyrir
laukagarða.
Virðingarfyllst
Lárus J. Rist.
Reykjavík, 14. nóv. 1951.
Laugateig 18.
Til bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar.
Eins og gjafabréfið ber með sér, er
það tilgangur gefendanna að bæta úr
mikilli og brýnni þörf, og leysa vanda-
mál, sem að vaxandi bæjum steðjar
með auknum þunga, eftir því sem
tímar líða. Það er það, hvað á að gera
fyrir unglingana og börnin, þegar þau
eru komin á þann aldur að geta lært
að vinna og hafa orku og áhuga íyrir
nytsömu starfi. Það reynist sífellt erf-
iðara, með hverju árinu sem líður,
að koma börnum og unglingum úr
bæjunum til sumardvalar í sveit. Sum-
ir bæir hafa sett upp vinnuskóla fyrir
unglinga. Sú reynsla, sem fengin er,
er að vísu góð, það sem hún nær, en
það er ekki nema takmarkaður fjöldi,
sem kemst þar að. Botn virðist vera
tilvalinn staður til að reka slíka stofn-
un. Þar er svo að segja ótakmarkað,
ræktanlegt land, gott, hvort sem er
fyrir túnyrkju eða skógrækt, skammt
í ágætt berjaland, ágætt skíðaland á
vetrum, sem býður margs konar tæki-
færi til vetraríþrótta, svo sem skauta-
íþróttir á tjörninni fyrir neðan veg.
inn. Vitanlega þyrfti að auka bygging-
ar á jörðinni, en þar gætu unglingarn-
ir unnið með. Þar er skammt til fjalla,
sem gefa einhverja mikilfenglegustu
útsýn yfir mikinn hluta Norðurlands.
Botn virðist því hafa flesta kosti fyrir
vinnuskólasetur fyrir unglinga. Verk-
efnin virðast næg fyrir nytsama vinnu
og íþróttaiðkanir.
Eins og gjafabréfið ber með sér, er
tilgangur gefendanna, að þar rísi upp
gagnleg menningarstofnun í anda
þeirra feðga, því að Jóhann eldri var
sérstaklega barngóður maður og tók
t. d. fjölda unglinga og barna í lengri
eða skemmri dvöl á heimili sínu,
munaðarlaus og fákunnandi. Það
mundi því vera þeinr bezt að skapi, að
þarna rísi upp vinnuskóli fyrir ung-
dóminn.